Ronaldo eftirsóttur í Kína en nýr 100 prósent skattur flækir málið Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2017 14:30 Cristiano Ronaldo verður alltaf dýr en svakalega dýr í Kína. vísir/getty Cristiano Ronaldo er sagður á útleið frá Real Madrid en hann vill komast frá Spáni vegna ákæru um skattalagabrot. Ronaldo hefur verið ákærður fyrir að stinga 1,6 milljarði króna undan skatti og vill burt.Eins og greint var frá í morgun er Ronaldo sagður áhugasamur um endurkomu til Manchester United en frönsku ríkisbubbarnir í Paris Saint-Germain eru líka tilbúnir að gera nánast hvað sem er að til að landa ríkjandi besta fótboltamanni heims. Liðin í kínversku ofurdeildinni eru einnig mjög spennt fyrir því að fá Ronaldo í sínar raðir, að því fram kemur í frétt Sky Sports í morgun. Sumarglugginn verður opnaður þar á mánudaginn og er opinn í tæpan mánuð. Kínversku félögin eru moldrík og hafa verið að kaupa til sín menn fyrir ævintýralegar upphæðir og borga þeim annað eins. Nú eru samt breyttar forsendur í Kína. Kínverska knattspyrnusambandið hefur nefnilega svo stórar áhyggjur af þessum kaupum liðanna í ofurdeildinni að það er búið að skattleggja markaðinn þar í landi. Það hefur svo miklar áhyggjur af því að ungir kínverskir fótboltamenn fái ekki tækifæri að það greip í taumana. Til að sporna við þessum svakalegu kaupum hefur verið lagður 100 prósent skattur á öll kaup yfir 45 milljónum jena eða fimm miljónum punda (646 milljónir króna). Félag sem borgar fimm milljónir punda eða meira fyrir leikmann þarf að borga sömu upphæð í pott sem fer í það að þróa unga kínverska leikmenn. Ætli eitthvað félag til dæmis að borga 100 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo mun hann í raun og veru kosta viðkomandi félag 200 milljónir punda og þá á eftir að borga honum laun. Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik Saksóknaraembættið í Madrid hefur kært Cristiano Ronaldo fyrir stórfelld skattsvik. 13. júní 2017 13:30 Ronaldo hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United Portúgalinn er sagður vilja komast frá Real Madrid og endurkoma til United heillar hann. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi með hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo er sagður á útleið frá Real Madrid en hann vill komast frá Spáni vegna ákæru um skattalagabrot. Ronaldo hefur verið ákærður fyrir að stinga 1,6 milljarði króna undan skatti og vill burt.Eins og greint var frá í morgun er Ronaldo sagður áhugasamur um endurkomu til Manchester United en frönsku ríkisbubbarnir í Paris Saint-Germain eru líka tilbúnir að gera nánast hvað sem er að til að landa ríkjandi besta fótboltamanni heims. Liðin í kínversku ofurdeildinni eru einnig mjög spennt fyrir því að fá Ronaldo í sínar raðir, að því fram kemur í frétt Sky Sports í morgun. Sumarglugginn verður opnaður þar á mánudaginn og er opinn í tæpan mánuð. Kínversku félögin eru moldrík og hafa verið að kaupa til sín menn fyrir ævintýralegar upphæðir og borga þeim annað eins. Nú eru samt breyttar forsendur í Kína. Kínverska knattspyrnusambandið hefur nefnilega svo stórar áhyggjur af þessum kaupum liðanna í ofurdeildinni að það er búið að skattleggja markaðinn þar í landi. Það hefur svo miklar áhyggjur af því að ungir kínverskir fótboltamenn fái ekki tækifæri að það greip í taumana. Til að sporna við þessum svakalegu kaupum hefur verið lagður 100 prósent skattur á öll kaup yfir 45 milljónum jena eða fimm miljónum punda (646 milljónir króna). Félag sem borgar fimm milljónir punda eða meira fyrir leikmann þarf að borga sömu upphæð í pott sem fer í það að þróa unga kínverska leikmenn. Ætli eitthvað félag til dæmis að borga 100 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo mun hann í raun og veru kosta viðkomandi félag 200 milljónir punda og þá á eftir að borga honum laun.
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik Saksóknaraembættið í Madrid hefur kært Cristiano Ronaldo fyrir stórfelld skattsvik. 13. júní 2017 13:30 Ronaldo hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United Portúgalinn er sagður vilja komast frá Real Madrid og endurkoma til United heillar hann. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi með hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Sjá meira
Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik Saksóknaraembættið í Madrid hefur kært Cristiano Ronaldo fyrir stórfelld skattsvik. 13. júní 2017 13:30
Ronaldo hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United Portúgalinn er sagður vilja komast frá Real Madrid og endurkoma til United heillar hann. 19. júní 2017 07:00