Ronaldo eftirsóttur í Kína en nýr 100 prósent skattur flækir málið Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2017 14:30 Cristiano Ronaldo verður alltaf dýr en svakalega dýr í Kína. vísir/getty Cristiano Ronaldo er sagður á útleið frá Real Madrid en hann vill komast frá Spáni vegna ákæru um skattalagabrot. Ronaldo hefur verið ákærður fyrir að stinga 1,6 milljarði króna undan skatti og vill burt.Eins og greint var frá í morgun er Ronaldo sagður áhugasamur um endurkomu til Manchester United en frönsku ríkisbubbarnir í Paris Saint-Germain eru líka tilbúnir að gera nánast hvað sem er að til að landa ríkjandi besta fótboltamanni heims. Liðin í kínversku ofurdeildinni eru einnig mjög spennt fyrir því að fá Ronaldo í sínar raðir, að því fram kemur í frétt Sky Sports í morgun. Sumarglugginn verður opnaður þar á mánudaginn og er opinn í tæpan mánuð. Kínversku félögin eru moldrík og hafa verið að kaupa til sín menn fyrir ævintýralegar upphæðir og borga þeim annað eins. Nú eru samt breyttar forsendur í Kína. Kínverska knattspyrnusambandið hefur nefnilega svo stórar áhyggjur af þessum kaupum liðanna í ofurdeildinni að það er búið að skattleggja markaðinn þar í landi. Það hefur svo miklar áhyggjur af því að ungir kínverskir fótboltamenn fái ekki tækifæri að það greip í taumana. Til að sporna við þessum svakalegu kaupum hefur verið lagður 100 prósent skattur á öll kaup yfir 45 milljónum jena eða fimm miljónum punda (646 milljónir króna). Félag sem borgar fimm milljónir punda eða meira fyrir leikmann þarf að borga sömu upphæð í pott sem fer í það að þróa unga kínverska leikmenn. Ætli eitthvað félag til dæmis að borga 100 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo mun hann í raun og veru kosta viðkomandi félag 200 milljónir punda og þá á eftir að borga honum laun. Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik Saksóknaraembættið í Madrid hefur kært Cristiano Ronaldo fyrir stórfelld skattsvik. 13. júní 2017 13:30 Ronaldo hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United Portúgalinn er sagður vilja komast frá Real Madrid og endurkoma til United heillar hann. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Cristiano Ronaldo er sagður á útleið frá Real Madrid en hann vill komast frá Spáni vegna ákæru um skattalagabrot. Ronaldo hefur verið ákærður fyrir að stinga 1,6 milljarði króna undan skatti og vill burt.Eins og greint var frá í morgun er Ronaldo sagður áhugasamur um endurkomu til Manchester United en frönsku ríkisbubbarnir í Paris Saint-Germain eru líka tilbúnir að gera nánast hvað sem er að til að landa ríkjandi besta fótboltamanni heims. Liðin í kínversku ofurdeildinni eru einnig mjög spennt fyrir því að fá Ronaldo í sínar raðir, að því fram kemur í frétt Sky Sports í morgun. Sumarglugginn verður opnaður þar á mánudaginn og er opinn í tæpan mánuð. Kínversku félögin eru moldrík og hafa verið að kaupa til sín menn fyrir ævintýralegar upphæðir og borga þeim annað eins. Nú eru samt breyttar forsendur í Kína. Kínverska knattspyrnusambandið hefur nefnilega svo stórar áhyggjur af þessum kaupum liðanna í ofurdeildinni að það er búið að skattleggja markaðinn þar í landi. Það hefur svo miklar áhyggjur af því að ungir kínverskir fótboltamenn fái ekki tækifæri að það greip í taumana. Til að sporna við þessum svakalegu kaupum hefur verið lagður 100 prósent skattur á öll kaup yfir 45 milljónum jena eða fimm miljónum punda (646 milljónir króna). Félag sem borgar fimm milljónir punda eða meira fyrir leikmann þarf að borga sömu upphæð í pott sem fer í það að þróa unga kínverska leikmenn. Ætli eitthvað félag til dæmis að borga 100 milljónir punda fyrir Cristiano Ronaldo mun hann í raun og veru kosta viðkomandi félag 200 milljónir punda og þá á eftir að borga honum laun.
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik Saksóknaraembættið í Madrid hefur kært Cristiano Ronaldo fyrir stórfelld skattsvik. 13. júní 2017 13:30 Ronaldo hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United Portúgalinn er sagður vilja komast frá Real Madrid og endurkoma til United heillar hann. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ronaldo ákærður fyrir stórfelld skattsvik Saksóknaraembættið í Madrid hefur kært Cristiano Ronaldo fyrir stórfelld skattsvik. 13. júní 2017 13:30
Ronaldo hefur áhuga á að snúa aftur til Manchester United Portúgalinn er sagður vilja komast frá Real Madrid og endurkoma til United heillar hann. 19. júní 2017 07:00