Stærsta húsið rís í mestu fjárfestingum Eyjamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2017 22:15 Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. Meðal annars reisir Vinnslustöðin frystigeymslu sem verður langstærsta hús Eyja. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fjárfestingar tveggja stærstu fyrirtækjanna og rætt við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. Glöggir menn telja að aldrei hafi verið fjárfest jafn mikið í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og um þessar mundir. Ný vinnsluhús spretta upp, ný fiskiskip koma og nú er að rísa stærsta hús sem menn hafa séð í Eyjum, fyrr og síðar. Þetta er frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar, sem rís á Eiðinu, fjögurþúsund fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há. Verið var að steypa gólfin þegar framkvæmdastjórinn sýndi okkur húsið og við fengum þá tilfinningu að það væri svo stórt að þar mætti koma fyrir ágætis knattspyrnuvöllum. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Nýja frystigeymslan er austast á Eiðinu, hægra megin, næst Heimakletti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er nú kannski þannig að reksturinn snýst meira um byggingastarfsemi í augnablikinu heldur en útgerð,” segir Binni í Vinnslustöðinni. Og það eru orð að sönnu því hvarvetna á hafnarsvæðinu mátti sjá iðnaðarmenn að störfum fyrir Vinnslustöðina. Verið er að byggja 1.800 fermetra uppsjávarfrystihús og mótorhús, löndunarhús, nýir mjölturnar hafa verið að spretta upp hver af öðrum og svo er komin hér 2.600 fermetra mjölgeymsla. Í nýjum byggingum er þetta fjárfesting upp á þrjá og hálfan milljarð króna. „Megnið af húsakosti Vinnslustöðarinnar var um það bil fimmtíu ára og tækjabúnaður í uppsjávarvinnslu kannski að verulegu leyti 25-30 ára. Þannig að það var bara kominn tími, - við gátum ekki keyrt okkar gömlu hús og tæki lengur. Það var bara kominn tími til þess að endurnýja.” Rekstur Vinnslustöðvarinnar snýst kannski meira um byggingarstarfsemi heldur en útgerð þessa dagana, segir framkvæmdastjórinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Öll vinnsla á síld, loðnu, makríl og kolmunna er að færast úr gömlum húsum um leið og nýjasta tækni er tekin í gagnið, sem vonast er til að skili betri og verðmætari afurðum. „Við erum að fara úr gamla tímanum í framtíðina,” segir Binni. Jafnframt er Vinnslustöðin að fá nýjan togara frá Kína síðar í sumar eftir að hafa keypt tvö skip af Granda, auk loðnukvóta. „Þannig að samtals eru þetta á milli sjö til átta milljarðar sem við erum að fjárfesta fyrir á þessum þremur árum.”Séð inn í eina álmu nýju frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þá hefur Ísfélag Vestmannaeyja einnig staðið í miklum framkvæmdum í Eyjum, upp á tvo til þrjá milljarða króna, að sögn Stefáns Friðrikssonar framkvæmdastjóra; byggt nýja frystigeymslu, flokkunarstöð og endurnýjað löndunaraðstöðu. Þessar miklu fjárfestingar segja sitt um trú manna á útgerðarstöðinni Vestmannaeyjum. „Þetta hefur alltaf verið kraftmikil útgerð og við róum að því öllum árum að svo verði áfram,” segir Sigurgeir Brynjar. Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Vinnslustöðin kaupir af Granda HB Grandi rýmir fyrir nýjum uppsjávarveiðiskipum með sölu eldri skipa. 20. maí 2015 07:15 Vinnslustöðin yngir upp flotann Skipið Ísleifur, sem áður hét Ingunn, kom til Heimaeyjar. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Fjárfestingar í sjávarútvegi Vestmannaeyja hafa aldrei verið meiri og fara yfir tíu milljarða króna á þriggja ára tímabili. Meðal annars reisir Vinnslustöðin frystigeymslu sem verður langstærsta hús Eyja. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fjárfestingar tveggja stærstu fyrirtækjanna og rætt við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar hf. Glöggir menn telja að aldrei hafi verið fjárfest jafn mikið í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og um þessar mundir. Ný vinnsluhús spretta upp, ný fiskiskip koma og nú er að rísa stærsta hús sem menn hafa séð í Eyjum, fyrr og síðar. Þetta er frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar, sem rís á Eiðinu, fjögurþúsund fermetrar að grunnfleti og ellefu metra há. Verið var að steypa gólfin þegar framkvæmdastjórinn sýndi okkur húsið og við fengum þá tilfinningu að það væri svo stórt að þar mætti koma fyrir ágætis knattspyrnuvöllum. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Nýja frystigeymslan er austast á Eiðinu, hægra megin, næst Heimakletti.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er nú kannski þannig að reksturinn snýst meira um byggingastarfsemi í augnablikinu heldur en útgerð,” segir Binni í Vinnslustöðinni. Og það eru orð að sönnu því hvarvetna á hafnarsvæðinu mátti sjá iðnaðarmenn að störfum fyrir Vinnslustöðina. Verið er að byggja 1.800 fermetra uppsjávarfrystihús og mótorhús, löndunarhús, nýir mjölturnar hafa verið að spretta upp hver af öðrum og svo er komin hér 2.600 fermetra mjölgeymsla. Í nýjum byggingum er þetta fjárfesting upp á þrjá og hálfan milljarð króna. „Megnið af húsakosti Vinnslustöðarinnar var um það bil fimmtíu ára og tækjabúnaður í uppsjávarvinnslu kannski að verulegu leyti 25-30 ára. Þannig að það var bara kominn tími, - við gátum ekki keyrt okkar gömlu hús og tæki lengur. Það var bara kominn tími til þess að endurnýja.” Rekstur Vinnslustöðvarinnar snýst kannski meira um byggingarstarfsemi heldur en útgerð þessa dagana, segir framkvæmdastjórinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Öll vinnsla á síld, loðnu, makríl og kolmunna er að færast úr gömlum húsum um leið og nýjasta tækni er tekin í gagnið, sem vonast er til að skili betri og verðmætari afurðum. „Við erum að fara úr gamla tímanum í framtíðina,” segir Binni. Jafnframt er Vinnslustöðin að fá nýjan togara frá Kína síðar í sumar eftir að hafa keypt tvö skip af Granda, auk loðnukvóta. „Þannig að samtals eru þetta á milli sjö til átta milljarðar sem við erum að fjárfesta fyrir á þessum þremur árum.”Séð inn í eina álmu nýju frystigeymslu Vinnslustöðvarinnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þá hefur Ísfélag Vestmannaeyja einnig staðið í miklum framkvæmdum í Eyjum, upp á tvo til þrjá milljarða króna, að sögn Stefáns Friðrikssonar framkvæmdastjóra; byggt nýja frystigeymslu, flokkunarstöð og endurnýjað löndunaraðstöðu. Þessar miklu fjárfestingar segja sitt um trú manna á útgerðarstöðinni Vestmannaeyjum. „Þetta hefur alltaf verið kraftmikil útgerð og við róum að því öllum árum að svo verði áfram,” segir Sigurgeir Brynjar.
Tengdar fréttir Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00 Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Vinnslustöðin kaupir af Granda HB Grandi rýmir fyrir nýjum uppsjávarveiðiskipum með sölu eldri skipa. 20. maí 2015 07:15 Vinnslustöðin yngir upp flotann Skipið Ísleifur, sem áður hét Ingunn, kom til Heimaeyjar. 29. júlí 2015 07:00 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar. 16. júní 2017 20:00
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11
Vinnslustöðin kaupir af Granda HB Grandi rýmir fyrir nýjum uppsjávarveiðiskipum með sölu eldri skipa. 20. maí 2015 07:15
Vinnslustöðin yngir upp flotann Skipið Ísleifur, sem áður hét Ingunn, kom til Heimaeyjar. 29. júlí 2015 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels