Innlent

Vinnslustöðin yngir upp flotann

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vinnslustöðin fær nýtt uppsjávarskip.
Vinnslustöðin fær nýtt uppsjávarskip. mynd/óskar p. friðriksson
Uppsjávarskipið Ísleifur sigldi inn í Friðarhöfn í Heimaey í gær og mætti þar margmenni. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum keypti skipið sem áður hét Ingunn. Auk þess hefur Vinnslustöðin keypt uppsjávarskipinu Faxa, sem fær nýja nafnið Kap. Bæði skip eru keypt af HB Granda. Þar að auki er togari í smíði í Kína.

Boðið var upp á veitingar um borð eftir að prestur hafði blessað bæði skip og áhöfn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×