Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 13:43 Sigmundur Davíð taldi að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvu hans. visir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins segir að frægt viðtal við hann, sem tekið var upp 11. mars á síðasta ári og setti af stað atburðarrás sem varð til þess að hann sagði af sér sem forsætisráðherra hafi í raun verið falsað. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs í þættinum Víglínunni í dag þar sem Heimir Már Pétursson spurði Sigmund Davíð út í viðtalið fræga og eftirköst þess. Var Sigmundur Davíð spurður að því hvort að það hefði breytt einhverju hefði hann ekki gengið úr viðtalinu, líkt og frægt er orðið. „Ég efast um að það hefði breytt miklu hvernig maður brást við í einu viðtali, sérstaklega í ljósi þess að viðtalið var í raun falsað. Það var búið að skrifa þetta allt fyrirfram, búið að æfa, sem er auðvitað alveg dæmalaust, búið að æfa hvernig mætti rugla viðmælandann sem mest í rýminu og láta hann koma sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð.Mat það svo að ekki væri rétt að krefjast afsagnar Bjarna Sigmundur var einnig spurður að því hvort honum hafi fundist eftirleikur viðtalsins og þeirrar uppljóstrana sem komu fram í Panama-skjölunum ósanngjarn en annar oddviti ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, kom einnig fyrir í Panama-skjölunum. Sigmundur segist ekki hafa séð ástæðu til þess að taka Bjarna með sér niður. „Ég tók ákvörðun út frá því að ég mat það sem svo að það væri mikilvægast af öllu að ríkisstjórnin gæti áfram unnið að þessum stóru málum sem hún var að vinna að,“ sagð Sigmundur Davíð. „Ég sá enga ástæðu til þess að vera draga Bjarna Benediktsson eða aðra niður á sama tíma ef ég gæti bara tekið þetta á mig en auðvitað hefði maður getað sagt: Nú bara stígum við báðir til hliðar við Bjarni á meðan þessi mál skýrast og þar með hefði ég tekið formann Sjálfstæðisflokksins út úr myndinni á sama tíma og ég.“ Sigmundur sagði af sér embætti forsætisráðherra 5. apríl, tveimur dögum eftir að viðtalið var sýnt í Kastljósi ásamt umfjöllun um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem unnin var upp úr Panama-skjölunum svokölluðu.Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli. 27. febrúar 2017 11:03