Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2017 11:03 Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli en Sigmundur Davíð gefur ekki mikið fyrir það. Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst. Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst.
Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01