Sigmundur Davíð glottir yfir sárindum RÚVara Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2017 11:03 Sigmar Guðmundsson segir tilnefningar til blaðamannaverðlauna hneyksli en Sigmundur Davíð gefur ekki mikið fyrir það. Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst. Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Nýverið var tilkynnt um tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands. Ýmsir, ekki síst þeir sem starfa hjá Ríkisútvarpinu, furða sig á því að þeir sem komu að fyrstu fréttum um Panamaskjölin, hafi ekki komist á blað ef frá er talinn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur til dæmis Sigmar Guðmundsson sjónvarps- og útvarpsmaður haft uppi um það hörð orð á Facebook-síðu sinni. „Væntanlega man fólk að forsætisráðherra þurfti að víkja eftir Kastljósþáttinn í fyrra, stokka þurfti upp ríkisstjórnina og samfélagið logaði og titraði allt árið sem óvænt varð kosningaár vegna þáttarins. Af hverju í ósköpunum er þá þessi örlagaríki þáttur ekki á blaði þegar verðlauna á blaðamennsku fyrir árið? Sem umfjöllun ársins eða rannsóknarblaðamennska ársins? Hvaða rugl er þetta? Er eitthvað viðtal stærra, merkilegra og örlagaríkara en viðtal Jóa og Sven við Sigmund Davíð? Af hverju kemst það ekki á blað sem viðtal ársins?“ spyr Sigmar og eru margir í stétt blaðamanna til að taka í sama streng. Sigmar, sem sjálfur hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir viðtal ársins, furðar sig einkum á því að samstarfsmaður hans Aðalsteinn Kjartansson hafi ekki hlotið tilnefningu fyrir sinn þátt í fréttum af Wintrismálinu, segir það „hneyksli“ og reyndar má nefna fleiri sem komu að málum svo sem Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kastljóssins og Helga Seljan. Sigmar metur það svo að þau sem skipa dómnefndina; Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Svanborg Sigmarsdóttir, Kári Jónasson og Björn Vignir Sigurpálsson, skilji ekki hvað felst í teymisvinnu. Einn er þó sá maður sem gefur lítið fyrir þessar bollaleggingar og sá er umræddur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú alþingismaður. Hann sér þetta öðrum augum eins og fram kemur á Facebook-síðu hans: „Í Efstaleiti virðast sumir uppteknari af því að skammast yfir að kollegar þeirra veiti þeim ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir að taka þátt í tilræði Sorosar og Co. við íslensk stjórnvöld,“ segir Sigmundur Davíð og helst á honum að skilja að blaðamenn skilji ekki um hvað málið snýst.
Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þau eru tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins 2016 Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum, fyrir viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og loks eru veitt blaðamannaverðlaun ársins. 25. febrúar 2017 00:01