Góði Úlfurinn veit ekki neitt um pólitík Þórdís Valsdóttir skrifar 27. október 2017 18:30 Góði Úlfurinn er yngsti flytjandinn á Vökunni. Skjáskot „Ég er ekkert að spá í pólitík, ég veit ekki neitt, ekki einu sinni hvað flokkarnir heita,“ segir Góði Úlfurinn en hann er yngsti flytjandinn á tónleikunum Vökunni sem haldnir verða annað kvöld í Valsheimilinu. Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er ný orðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Hann kveðst vera mjög spenntur fyrir því að koma fram á Vökunni. Hann mun flytja lagið sitt vinsæla en segist vera byrjaður að vinna í nýju lagi. „Ég er sko byrjaður að semja nýtt lag, en bara byrjaður, ég er ekki búinn með það,“ segir Úlfur. Blaðamaður reyndi að ná upp úr honum nafninu á nýja laginu hans en án árangurs. „Nafnið er leyndó,“ segir Úlfur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbrot af Góða Úlfinum og Emmsjé Gauta í undirbúningi fyrir Vökuna.Spilar á Prikinu á næstunni Góði Úlfurinn þarf að bíða í nokkur ár enn áður en hann fær að kjósa og segist ekki vera byrjaður að spá neitt í pólitíkinni, enda nægur tími til stefnu. Úlfur hefur haft í mörgu að snúast undanfarið, en eftir að hann gaf út Græða peninginn hefur hann verið duglegur að koma fram. „Það er mjög mikið að gera, ég var á Selfossi og fékk borgað fyrir það, svo var ég í H&M og er að fara að spila á Prikinu bráðum.“ Tónleikarnir eru hluti af átaki til að hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað. Góði Úlfurinn stígur á svið klukkan 20:50 og það er frítt inn á tónleikana. Vakan er ætluð fyrir kjósendur og því er átján ára aldurstakmark inn á tónleikana. Miðað er við að einungis þeir sem hafa kosningarétt komist inn. Hægt er að kynna sér dagskránna og annað sem við kemur Vökunni á heimasíðu Vökunnar. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Ég er ekkert að spá í pólitík, ég veit ekki neitt, ekki einu sinni hvað flokkarnir heita,“ segir Góði Úlfurinn en hann er yngsti flytjandinn á tónleikunum Vökunni sem haldnir verða annað kvöld í Valsheimilinu. Góði Úlfurinn hefur slegið rækilega í gegn með lagi sínu Græða peninginn. Góði Úlfurinn er listamannsnafn, en hann heitir í raun Úlfur Emilio. Úlfur er ný orðinn tíu ára gamall og er nemandi í fimmta bekk í Austurbæjarskóla. Hann kveðst vera mjög spenntur fyrir því að koma fram á Vökunni. Hann mun flytja lagið sitt vinsæla en segist vera byrjaður að vinna í nýju lagi. „Ég er sko byrjaður að semja nýtt lag, en bara byrjaður, ég er ekki búinn með það,“ segir Úlfur. Blaðamaður reyndi að ná upp úr honum nafninu á nýja laginu hans en án árangurs. „Nafnið er leyndó,“ segir Úlfur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbrot af Góða Úlfinum og Emmsjé Gauta í undirbúningi fyrir Vökuna.Spilar á Prikinu á næstunni Góði Úlfurinn þarf að bíða í nokkur ár enn áður en hann fær að kjósa og segist ekki vera byrjaður að spá neitt í pólitíkinni, enda nægur tími til stefnu. Úlfur hefur haft í mörgu að snúast undanfarið, en eftir að hann gaf út Græða peninginn hefur hann verið duglegur að koma fram. „Það er mjög mikið að gera, ég var á Selfossi og fékk borgað fyrir það, svo var ég í H&M og er að fara að spila á Prikinu bráðum.“ Tónleikarnir eru hluti af átaki til að hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað. Góði Úlfurinn stígur á svið klukkan 20:50 og það er frítt inn á tónleikana. Vakan er ætluð fyrir kjósendur og því er átján ára aldurstakmark inn á tónleikana. Miðað er við að einungis þeir sem hafa kosningarétt komist inn. Hægt er að kynna sér dagskránna og annað sem við kemur Vökunni á heimasíðu Vökunnar.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira