Útlit fyrir áframhaldandi fjölgun skemmtiferðaskipa til Íslands á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2017 19:45 Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Ekkert lát er á fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins og er þegar byrjað að bóka komur allt fram til ársins 2026. Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sigldi úr höf í Reykjavík í dag eftir viðkomu á Akureyri og Ísafirði. Farþegaskipið Preziosa er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Íslands á þessu sumri. Það getur tekið rúmlega fjögur þúsund farþega en í dag eru 3.500 farþegar um borð. Skipið kom til Reykjavíkurf rá Ísafirði þannig að íbúatalan þar ríflega tvöfaldaðist þegar þetta skip kom þangað. Flestir farþeganna að þessu sinni eru frá Þýskalandi en við rákust einnig á nokkra Ástrala á leiðinni um borð í dag. Skipið lagði upp frá Hamborg áður en það kom til Íslands með viðkomu í Reykjavík, Akureyri, Ísafirði og svo aftur í Reykjavík þaðan sem það hélt til Skotlands í dag. Gyða Guðmundsdóttir markaðsfulltrúi hjá Gáru sem sér um móttöku flestra erlendra skemmtiferðaskipa á Íslandi kvartar ekki undar verkefnaskorti. „Við hjá Gáru erum að taka á móti þessu skemmtiferðaskipi eins og svo mörgum örðum. Við erum með 650 komur í ár. Það er búið að vera gríðarleg aukning, stöðug aukning milli ára. Þetta er auðvitað gríðarlega spennandi þegar koma svona stór skip. En við sjáum líka mikla fjölgun í minni leiðangursskipum sem er líka mjög skemmtilegt að taka á móti,“ segir Gyða. Þegar Gyða nefnir 650 komur á hún við komur skipanna í allar hafnir. Þannig telst Preziosa hafa komið tvisvar til Reykjavíkur og einu sinni á Akureyri og Ísafjörð. Og þótt ekki væri sérstaklega sumarlegt veður í Reykjavík í dag voru hjónin Johannes og Ursula frá Þýskalandi hæst ánægð með dvölina og það sem þau sáu. „Firðirnir, jöklarnir og...Við fórum líka í Bláa lónið.Það var mjög gott fyrir húðina. Og hér í Reykjavík var athyglisvert að sjá hvernig gamli og nýi bærinn hafa vaxið saman,“ sögðu þau hjónin sem einnig voru mjög ánægð með heimsóknina til Ísafjarðar. Í fyrra komu tæplega 328 þúsund farþegar með skipum til Íslands og hefur bæði skipum og farþegum fjölgað mikið á undanförnum árum. Þannig segir Gyða að einungis ein manneskja hafi unnið á skrifstofu Gáru fyrir sjö árum en nú vinni þar fimmtán manns og ekki sjái fyrir endan á fjölguninni enda Ísland vinsælt og selji sig nánast sjálft. „En svo er líka búiið að bóka langt fram í tímann. Við erum að ganga frá bókunum fyrir 2019 núna og erum meira að segja komin með eina fyrir 2026. Þannig að það straumurinn er alla vega ekkert að fara að stoppa á næstunni hjá okkur,“ segir Gyða Guðmundsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira