Segir offramleiðslu á kindakjöti rót vandans Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Miklar birgðir af kindakjöti hafa safnast upp í landinu. vísir/pjetur Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gegndarlaus offramleiðsla á kindakjöti er rót þess vanda sem blasir við í sauðfjárbúskap, að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir bændur verða að minnka framleiðsluna og laga hana að markaðinum í stað þess að seilast enn einu sinni í vasa skattborgara. „Ég held að það sé kominn tími til þess að bændur setjist niður og horfi á raunveruleikann eins og hann blasir við, rétt eins og búskapurinn væri hver önnur atvinnugrein, og taki ákvarðanir út frá honum en ekki einhverri óskhyggju,“ segir Þórólfur í samtali við blaðið.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsLíkt og Fréttablaðið fjallaði um í gær er útlit fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar í haust verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri. Um mitt þetta ár voru birgðirnar um 2.600 tonn sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur dregist nokkuð saman. Samdrátturinn var 5,1 prósent í fyrra og 14,4 prósent árið þar áður. Eru bændur uggandi yfir mögulegri lækkun á afurðaverði í haust. Þórólfur segir að framleiðsla á kindakjöti sé á milli þrjátíu til fimmtíu prósent umfram neyslu hér innanlands. Ekki fari á milli mála að of mikið sé framleitt af kjöti. Verkefnið sem bændur standi frammi fyrir sé að laga framleiðslugetuna að markaðinum miðað við það verð sem þeir þurfa að fá til þess að geta staðið undir framleiðslukostnaði. „En forysta bænda hefur aldrei verið tilbúin til þess að gera það,“ segir hann. Hún hafi frekar, svo dæmi séu tekin, leitað leiða til þess að seilast dýpra ofan í vasa skattborgara, svo sem til þess að greiða fyrir auknum útflutningi, og reynt að selja Bandaríkjamönnum, sem hafa aldrei borðað kindakjöt, slíkt kjöt. „Ef menn telja sig vera með hágæðavöru í höndunum fara menn með þá vöru á markaði sem þekkja vöruna, til dæmis í Bretlandi, Frakklandi og að hluta til í Miðjarðarhafslöndunum í tilviki lambakjötsins. Í staðinn hafa menn hins vegar verið að leika sér í New York.“ Þórólfur segir forystu bænda syngja sama sönginn á hverju einasta sumri. „Bændur stíga fram og segja að afurðaverðið á stöðvunum verði að hækka. En þá verður birgðavandi þeirra einungis enn þá meiri og þeir þurfa þá að borga enn meira með útflutningnum ef þeir ætla að flytja eitthvað út. Þeir lenda í þessum vonda spíral þar sem allt sem þeir gera eykur á vandann og enga leið er að finna út úr honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa. 1. ágúst 2017 06:00