Innlent

Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra.
Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra. vísir/stefán
Útlit er fyrir að birgðir af kindakjöti í landinu við upphaf sláturtíðar verði sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri en æskilegt væri, að sögn Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Innanlandssala hefur gengið vel en útflutningur hefur hins vegar dregist saman tvö ár í röð, meðal annars vegna gengisstyrkingar krónunnar og lokunar markaða í Noregi og Rússlandi.

Svavar segir þá undarlegu stöðu blasa við að þrátt fyrir mikla innanlandssölu, en hún jókst um 16,6 prósent á öðrum fjórðungi ársins, og mikinn árangur í markaðssetningu gagnvart erlendum ferðamönnum, þá séu „alvarlegar blikur á lofti varðandi afurðaverð“ í haust.

Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 5,1 prósent í fyrra en þá voru flutt út um 2.800 tonn fyrir tæpa tvo milljarða króna. Árið áður dróst útflutningurinn saman um 14,4 prósent. „Þessir markaðir fyrir kjöt sem er ekki upprunatengt, og er þannig háð heimsmarkaðsverði, hafa reynst okkur mjög erfiðir. Við gripum til aðgerða síðasta haust og í vetur en krónan hefur bara haldið áfram að styrkjast.“ Hann bætir við að vonir séu bundnar við ný verkefni á betur borgandi mörkuðum. Erfiðleikarnir í útflutningi hafa valdið töluverðri birgðasöfnun. Til marks um það voru kindakjötsbirgðir um 2.600 tonn um mitt ár sem er tæpum þrettán prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Eru horfur á að birgðirnar verði um 700 til 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri í upphafi sláturtíðar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.