Íbúar segja Strætó fara of hratt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Íbúar á Stokkseyri segja strætisvagna skapa stórhættu. Vísir/Ernir Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent