Íbúar segja Strætó fara of hratt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Íbúar á Stokkseyri segja strætisvagna skapa stórhættu. Vísir/Ernir Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira