Íbúar segja Strætó fara of hratt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Íbúar á Stokkseyri segja strætisvagna skapa stórhættu. Vísir/Ernir Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á Stokkseyri sem segja Strætó ekki virða hraðatakmarkanir. Strætó kemur átta sinnum á virkum dögum á Stokkseyri. „Ástandið hefur verið ansi slæmt mjög lengi og ekkert lagast þó það sé búið að kvarta við Strætó. Íbúarnir sem búa við göturnar sem strætóinn keyrir hafa miklar áhyggjur af hraða bílanna, sérstaklega þar sem gangandi vegfarendur eru og ekki síst þar sem börn eru. Við lítum málið mjög alvarlegum augum,“ segir Guðný Ósk Vilmundardóttir, formaður hverfaráðs Stokkseyrar. Ráðið sendi inn athugasemd til bæjarráðs Árborgar vegna hraða strætisvagnanna. Í svari ráðsins kemur fram að athugasemdir við aksturslag Strætó sem hafa borist sveitarfélaginu séu sendar Strætó jafnharðan. Guðný Ósk segir að meirihluti farþega vagnanna séu börn og unglingar á Stokkseyri sem séu að fara í tómstundir á Selfossi og því gangi það ekki að vagnarnir séu keyrðir jafn hratt og raun ber vitni. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, kannaðist upphaflega ekki við málið, en lét skoða það nánar. „Við skoðuðum gögnin fyrir nokkrar ferðir í gegnum Stokkseyri og í einhverjum tilvikum virðast vagnarnir fara aðeins yfir 30 kílómetra hámarkshraðann sem er á Eyrarbraut. Við lítum það náttúrulega mjög alvarlegum augum ef bílstjórarnir okkar eru að keyra of hratt og við væntum þess að allir bílstjórar Strætó aki sómasamlega og séu til fyrirmyndar í umferðinni. Vagnarnir okkar komast ekki hraðar en 90 kílómetra á klukkustund þegar þeir aka á þjóðvegum landsins, en hins vegar er mikilvægt að bílstjórar gleymi sér ekki þegar komið er inn í þéttbýlið og nauðsynlegt er sýna aukna varkárni,“ segir hann. Guðmundur Heiðar segir að tekið verði á málinu. „Við munum setja okkur í samband við ökumenn á leið 75 og fara betur yfir málið með þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira