Miðar í boði á leiki Íslands á HM þegar miðasala á HM 2018 hefst á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2017 19:45 Íslenskir stuðningsmenn. Vísir/Getty Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu þegar dregið var í riðla fyrir HM í Rússlandi fyrir helgi. Heimsmeistarakeppnin fer fram næsta sumar en á morgun hefst miðasala á leikina á HM 2018 í Rússlandi. Áhugsamir geta nú sótt um miða á staka leiki keppninnar ásamt öðrum gerðum miða til 31. janúar næstkomandi. Að þessu sinni er ekki um að ræða „fyrstur kemur, fyrstur fær” heldur er þetta í raun happdrætti. Ef miðaumsóknir verða fleiri en fjöldi miða verður dregið af handahófi. KSÍ segir frá á heimasíðu sinni. Það gæti farið að miðar seljist upp á leiki Íslands á þessu tímabili en ef ekki þá opnast næsti miðasölugluggi 13. mars og er opin til 3. apríl. Þar væri hægt að fá niðurstöðu um leið um hvort takist hafi að kaupa miða en svo er ekki í glugganum sem er opinn frá 5. desember til 31. janúar. Stuðningsmenn Íslands geta sótt um svokallaða stuðningsmannamiða. Um er að ræða miða á alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni. Einnig verður hægt að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.Hér er hægt að sækja um miða. Átta prósent af sölumiðum á leiki Íslands verða til sölu fyrir stuðningsmenn Íslands. KSÍ segir frá því á heimasíðu að íslenska sambandið, ásamt öðrum þjóðum, hafi verið í sambandi við FIFA og beðið um að þetta hlutfall verði hækkað. „Þegar svör hafa fengist frá FIFA verður þeim upplýsingum komið á framfæri á miðlum KSÍ,“ segir í fréttinni á KSÍ. Fólk hefur tækifæri til að hætta við kaupin á miðum. Þeir sem sækja um miða í þessum glugga geta breytt umsókn sinni allt til 31. janúar en eftir það verður umsókn þeirra orðin bindandi. Því verður ekki hægt að draga til baka umsókn sína um miða eftir þann tíma. KSÍ minnir fólk á að öll miðasala á leiki HM 2018 í Rússlandi fer fram í gegnum miðasöluvef FIFA. Það má lesa meira um fyrirkomulagi á heimasíðu FIFA eða með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira