Reyndu að samræma framburð 10. júní 2017 07:00 Sexmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni. Vísir/Ristjórn Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45
Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07