Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að mótherjar Íslands á morgun, Króatía, séu með eitt besta sendingarlið í Evrópu.
Þetta kom fram á blaðamannafundi Heimis og fyrirliðans Aron Einars Gunnarssonar með blaðamönnum í morgun, en fundurinn var haldinn á Laugardalsvelli fyrir síðustu æfingu Íslands fyrir leikinn mikilvæga á morgun.
„Króatía er líklega með eitt besta sendingarleið í Evrópu. Það væri sturlun að fara framarlega og reyna að pressa þá," sagði Heimir aðspurður um hvernig fótbolta Ísland myndi spila á morgun.
Heimir sagði að leikaðferðin í fyrri leiknum gegn Króatíu hafi nánast gengið upp. Það hafi átt að loka á skotin fyrir utan teiginn, en tvö þeirra rötuðu inn á endanum.
„Við komum í veg fyrir flest þeirra skot fyrir utan, en svo náðu þeir tveimur skotum og skoruðu," sagði Heimir.
Meira má lesa um blaðamannafundinn hér.
Heimir: Króatía með eitt besta sendingarlið í Evrópu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn