Tveimur árum síðar kom síðan út Home Alone 2 og varð hún einnig álíka vinsæl. Þessar tvær myndir eru fyrir löngu orðnar klassískar og margir horfa á þær um hver einustu jól.
Á síðunni Viral Thread má sjá skemmtilega frétt um einbýlishúsið sem var í eigu McCallister-fjölskyldunnar. Þar var til að mynda Kevin McCallister einn heima alla Home Alone 1 og þurfti hann að glíma við innbrotsþjófa.
Hér að neðan má sjá hvernig húsið lítur út í dag en það stendur við Lincoln götuna í Winnetka, Illinois. Heil 26 ár eru liðin frá því að fyrri myndirnar voru teknar.




