Bandormurinn samþykktur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2017 14:01 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpinu. vísir/Ernir Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Bandormurinn, frumvarp til breytinga á ýmsum lögum fjárlaga, var samþykktur á Alþingi um eittleytið. 33 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, 25 greiddu ekki atkvæði en fimm voru fjarverandi. Tekist var á um nokkur mál á þinginu í morgun og gerði stjórnarandstaðan tillögu er sneri að barna- og vaxtabótum sem meirihlutinn felldi. Var lagt til að barnabætur myndu skerðast við lágmarkslaun, 300 þúsund krónur, en ekki 225 þúsund eins og þau eru í dag. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,8 milljarða króna á ári hefði tillagan verið samþykkt. Þá var lagt til að eignaviðmið einstaklinga og hjóna og samskattaðs sambúðarfólks yrði hækkað um 5,2 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs hefðu aukist um 1,3 milljarða króna. Stjórnarandstaðan sótti að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, hnýtti einnig í forsætisráðherra á Facebook og segir hana hafa hafa náð góðum tökum á tungutaki íhaldsins. „Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir var að segja það rétt áðan í þingsal að það sé nauðsynlegt að skerða barnabætur langt undir lágmarkslaunum til að varðveita efnahagslegan stöðugleika!“ sagði Oddný og var ekki skemmt. „Það kostar ríkissjóð 1,8 makr að færa skerðingarmörkin að 300.000 króna mánaðarlaunum. Mér þykir formaður vinstri grænna aldeilis hafa náð góðum tökum á tungutaki íhalds þegar að kemur að útgjöldum til þeirra sem lægst hafa launin í landinu,“ segir Oddný á Facebook-síðu sinni. Katrín sagði að málin yrði að skoða í stærra samhengi og Alþingi legðist saman yfir samspil skatta og bótakerfa á þessu kjörtímabilið. Sömuleiðis að tekin yrði pólitísk umræða um hvernig barnabótakerfið ætti að þróast.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira