Vonast eftir góðum samningi Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. mars 2017 06:00 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESwB, tekur við úrsagnarbréfi frá fastafulltrúa Bretlands, Tim Barrow. vísir/epa Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tók í gær við bréfi frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hún óskar formlega eftir úrsögn Bretlands úr ESB. „Hvað get ég sagt?“ sagði hann. „Við söknum ykkar nú þegar.“ Hann sagðist ekki geta verið ánægður á þessum degi, en tók þó fram að útganga Bretlands, Brexit, hefði sitthvað jákvætt í för með sér: „Brexit hefur gert okkur ákveðnari og samhentari en áður,“ sagði hann. Fram undan er tveggja ára ferli með flóknum samningaviðræðum, en Tusk sagði markmið viðræðnanna vera að lágmarka allan kostnað fyrir íbúa Evrópusambandsins, fyrirtæki þess og aðildarríkin.Nigel Farage.vísir/EPA„Við áttum okkur á því að það hefur afleiðingar að Bretland segi skilið við ESB,“ sagði hún í bréfi sínu til Evrópusambandsins. „Við vitum að við munum missa áhrif á þær reglur sem móta efnahagslíf Evrópu. Við vitum að bresk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við ESB munu þurfa að laga sig að reglum sem settar eru af stofnunum sem við eigum ekki lengur aðild að, rétt eins og við gerum á markaðssvæðum annars staðar. Við föllumst á það.“ Hún sagði Breta ekki óska eftir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og tók fram að hún skildi vel að ESB gæfi engan afslátt af fjórfrelsinu. Hins vegar vonist hún til þess að eftir aðskilnaðinn verði samband Bretlands og Evrópusambandsins „djúpt og sérstakt“, eins og hún orðar það. Meðal annars vonast hún til þess að Bretland og ESB geti gert „djarfan og metnaðarfullan“ samning um frjáls viðskipti: „Hann ætti að verða víðtækari og metnaðarmeiri en nokkur slíkur samningur sem áður hefur verið gerður.“Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP-flokksins og um árabil helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagðist vera himinlifandi: „Í dag er draumurinn um hið ómögulega að rætast.“ Michel Barnier, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, verður aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum við Bretland. Breska dagblaðið The Independent fullyrðir, en vitnar í ónafngreindan heimildarmann, að Barnier hafi krafist þess að viðræðurnar við Breta fari fram á móðurmáli hans, frönsku, og jafnframt verði öll skjöl í tengslum við þessar viðræður á frönsku. Bretar þurfa því að styðjast við skjalaþýðingar og túlka, sem ESB greiðir að vísu kostnaðinn af. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tók í gær við bréfi frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hún óskar formlega eftir úrsögn Bretlands úr ESB. „Hvað get ég sagt?“ sagði hann. „Við söknum ykkar nú þegar.“ Hann sagðist ekki geta verið ánægður á þessum degi, en tók þó fram að útganga Bretlands, Brexit, hefði sitthvað jákvætt í för með sér: „Brexit hefur gert okkur ákveðnari og samhentari en áður,“ sagði hann. Fram undan er tveggja ára ferli með flóknum samningaviðræðum, en Tusk sagði markmið viðræðnanna vera að lágmarka allan kostnað fyrir íbúa Evrópusambandsins, fyrirtæki þess og aðildarríkin.Nigel Farage.vísir/EPA„Við áttum okkur á því að það hefur afleiðingar að Bretland segi skilið við ESB,“ sagði hún í bréfi sínu til Evrópusambandsins. „Við vitum að við munum missa áhrif á þær reglur sem móta efnahagslíf Evrópu. Við vitum að bresk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við ESB munu þurfa að laga sig að reglum sem settar eru af stofnunum sem við eigum ekki lengur aðild að, rétt eins og við gerum á markaðssvæðum annars staðar. Við föllumst á það.“ Hún sagði Breta ekki óska eftir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og tók fram að hún skildi vel að ESB gæfi engan afslátt af fjórfrelsinu. Hins vegar vonist hún til þess að eftir aðskilnaðinn verði samband Bretlands og Evrópusambandsins „djúpt og sérstakt“, eins og hún orðar það. Meðal annars vonast hún til þess að Bretland og ESB geti gert „djarfan og metnaðarfullan“ samning um frjáls viðskipti: „Hann ætti að verða víðtækari og metnaðarmeiri en nokkur slíkur samningur sem áður hefur verið gerður.“Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP-flokksins og um árabil helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagðist vera himinlifandi: „Í dag er draumurinn um hið ómögulega að rætast.“ Michel Barnier, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, verður aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum við Bretland. Breska dagblaðið The Independent fullyrðir, en vitnar í ónafngreindan heimildarmann, að Barnier hafi krafist þess að viðræðurnar við Breta fari fram á móðurmáli hans, frönsku, og jafnframt verði öll skjöl í tengslum við þessar viðræður á frönsku. Bretar þurfa því að styðjast við skjalaþýðingar og túlka, sem ESB greiðir að vísu kostnaðinn af. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Sjá meira