Vonast eftir góðum samningi Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. mars 2017 06:00 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESwB, tekur við úrsagnarbréfi frá fastafulltrúa Bretlands, Tim Barrow. vísir/epa Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tók í gær við bréfi frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hún óskar formlega eftir úrsögn Bretlands úr ESB. „Hvað get ég sagt?“ sagði hann. „Við söknum ykkar nú þegar.“ Hann sagðist ekki geta verið ánægður á þessum degi, en tók þó fram að útganga Bretlands, Brexit, hefði sitthvað jákvætt í för með sér: „Brexit hefur gert okkur ákveðnari og samhentari en áður,“ sagði hann. Fram undan er tveggja ára ferli með flóknum samningaviðræðum, en Tusk sagði markmið viðræðnanna vera að lágmarka allan kostnað fyrir íbúa Evrópusambandsins, fyrirtæki þess og aðildarríkin.Nigel Farage.vísir/EPA„Við áttum okkur á því að það hefur afleiðingar að Bretland segi skilið við ESB,“ sagði hún í bréfi sínu til Evrópusambandsins. „Við vitum að við munum missa áhrif á þær reglur sem móta efnahagslíf Evrópu. Við vitum að bresk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við ESB munu þurfa að laga sig að reglum sem settar eru af stofnunum sem við eigum ekki lengur aðild að, rétt eins og við gerum á markaðssvæðum annars staðar. Við föllumst á það.“ Hún sagði Breta ekki óska eftir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og tók fram að hún skildi vel að ESB gæfi engan afslátt af fjórfrelsinu. Hins vegar vonist hún til þess að eftir aðskilnaðinn verði samband Bretlands og Evrópusambandsins „djúpt og sérstakt“, eins og hún orðar það. Meðal annars vonast hún til þess að Bretland og ESB geti gert „djarfan og metnaðarfullan“ samning um frjáls viðskipti: „Hann ætti að verða víðtækari og metnaðarmeiri en nokkur slíkur samningur sem áður hefur verið gerður.“Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP-flokksins og um árabil helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagðist vera himinlifandi: „Í dag er draumurinn um hið ómögulega að rætast.“ Michel Barnier, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, verður aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum við Bretland. Breska dagblaðið The Independent fullyrðir, en vitnar í ónafngreindan heimildarmann, að Barnier hafi krafist þess að viðræðurnar við Breta fari fram á móðurmáli hans, frönsku, og jafnframt verði öll skjöl í tengslum við þessar viðræður á frönsku. Bretar þurfa því að styðjast við skjalaþýðingar og túlka, sem ESB greiðir að vísu kostnaðinn af. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tók í gær við bréfi frá Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þar sem hún óskar formlega eftir úrsögn Bretlands úr ESB. „Hvað get ég sagt?“ sagði hann. „Við söknum ykkar nú þegar.“ Hann sagðist ekki geta verið ánægður á þessum degi, en tók þó fram að útganga Bretlands, Brexit, hefði sitthvað jákvætt í för með sér: „Brexit hefur gert okkur ákveðnari og samhentari en áður,“ sagði hann. Fram undan er tveggja ára ferli með flóknum samningaviðræðum, en Tusk sagði markmið viðræðnanna vera að lágmarka allan kostnað fyrir íbúa Evrópusambandsins, fyrirtæki þess og aðildarríkin.Nigel Farage.vísir/EPA„Við áttum okkur á því að það hefur afleiðingar að Bretland segi skilið við ESB,“ sagði hún í bréfi sínu til Evrópusambandsins. „Við vitum að við munum missa áhrif á þær reglur sem móta efnahagslíf Evrópu. Við vitum að bresk fyrirtæki sem eiga í viðskiptum við ESB munu þurfa að laga sig að reglum sem settar eru af stofnunum sem við eigum ekki lengur aðild að, rétt eins og við gerum á markaðssvæðum annars staðar. Við föllumst á það.“ Hún sagði Breta ekki óska eftir aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og tók fram að hún skildi vel að ESB gæfi engan afslátt af fjórfrelsinu. Hins vegar vonist hún til þess að eftir aðskilnaðinn verði samband Bretlands og Evrópusambandsins „djúpt og sérstakt“, eins og hún orðar það. Meðal annars vonast hún til þess að Bretland og ESB geti gert „djarfan og metnaðarfullan“ samning um frjáls viðskipti: „Hann ætti að verða víðtækari og metnaðarmeiri en nokkur slíkur samningur sem áður hefur verið gerður.“Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi UKIP-flokksins og um árabil helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Bretlands úr ESB, sagðist vera himinlifandi: „Í dag er draumurinn um hið ómögulega að rætast.“ Michel Barnier, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, verður aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðunum við Bretland. Breska dagblaðið The Independent fullyrðir, en vitnar í ónafngreindan heimildarmann, að Barnier hafi krafist þess að viðræðurnar við Breta fari fram á móðurmáli hans, frönsku, og jafnframt verði öll skjöl í tengslum við þessar viðræður á frönsku. Bretar þurfa því að styðjast við skjalaþýðingar og túlka, sem ESB greiðir að vísu kostnaðinn af. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira