Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2017 18:30 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira