Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2017 18:30 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra Vísir/Eyþór Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. Þá segir hann algert grundvallaratriði að upplýst verði hverjir það eru sem nú er að kaupa hlut í Arion. Að öðrum kosti verði traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sagði í svari til Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á Alþingi í morgun að nausynlegt væri að ljúka rannsókn á ferlinu við einkavæðingu bæði Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann spurði einnig í umræðum um Búnaðarbankaskýrsluna hver skýldi sér á bakvið grímu lundans. En Lundinn var dulnefni á Kaupþingi í leynilegum samskiptum Ólafs Ólafssonar og annarra leikenda í aðdraganda einkavæðingar Búnaðarbankans árið 2003. Spurningar vöknuðu um þátt eftilitsstofnana við einkavæðingu bankanna. Ekki verður séð af gögnum að þessar stofnanir hafi gert alvarlega tilraun til að ganga úr skugga um að ekki væri um blekkingarleik að ræða. Fyrir þingmenn og þjóð er mikilvægt að vita; getum við treyst eftirlitsmönnunum? Hver hefur eftirlit með eftirlitinu,“ spurði fjármálaráðherra. Hann sagði að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ítrekað nýlega að mikilvægt væri að bankarnir verði í eigu traustra eigenda. Sýna þyrfti þolinmæði við einkavæðingu ríkisbankanna með áherslu á að finna íhaldssama kaupendur sem sýnt hefðu langtíma hollustu við Ísland. Mikilvægt væri að fram færi ítarlegt hæfismat í tengslum við yfirvofandi sölu á virkum hlut í Arion. Benedikt efaðist um að ákvæði í skilyrðum til Samson hópsins sem keypti Landsbankann um stöðu og hagsmuni eigenda innan bankans hafi verið virt. „Ég spyr, voru þessi ákvæði virt á meðan bankaráðsformaðurinn var með skrifstofu á milli bankastjóranna tveggja. Fjármálaeftirlitið taldi reyndar að þeir Björgólfsfeðgar væru óskyldir aðilar þvert á það sem Íslensdingabók segir. Þannig að langt var til þess seilst að þurfa ekki að uppfylla skilyrði framangreindrar ákvörðunar. En nú eru breyttir tímar, eða hvað,“ sagði Benedikt. Nú vildu erlendir aðilar aftur kaupa íslenskan banka og slóðin lægi til aflandseyja sem verið hafi Íslendingum framandi fram að hruni. Hann hafi því sent Fjármálaeftirlitinu bréf með ellefu spurningum varðandi eignarhald á þeim félögum sem keypt hafi eignarhlut í Arion. „Í ljósi sögunnar þarf eignarhaldið að vera sannreynt með öllum ráðum. Ég vænti þess að FME svari svo fljótt sem auðið er. Ef ekki koma fram óyggajndi sannanir um það hverjir eru raunverulegir eigendur verður traust á bankakerfinu ekki endurvakið. Það væri grundvallaratriði að geta treyst Fjármálaeftirlitinu og Ríkisendurskoðun.“ „Frú forseti, við verðum að vita hver er bakvið grímu lundans,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira