Heilbrigðisráðherra: „Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 21:47 Óttar Proppé heilbrigðisráðherra segir sögu Ástrósar Rutar og Bjarka Más vera harmleik. Vísir/Ernir/Ástrós Rut „Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu og vita að þetta hefur viðgengist hjá þjóð sem ætti að vera rík,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann myndandi Ástrósar Rutar Sigurðardóttur, sem hefur vakið mikla athygli í kvöld. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Þann 1. maí tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi sem er einmitt ætlað að koma í veg fyrir svona harmleiki,“ skrifar Óttarr. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ástrós vera vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Í nýja kerfinu á að heyra til algjörra undantekninga að nokkur þurfi að borga meira en 50 þús á 12 mànuða tìmabili nema viðkomandi eigi enga sögu og detti mjög illa á milli afsláttartímabila (þá er algjört hámark 70 þús),“ skrifar Óttarr. „Flestir detta inn í meiri afslætti. Kerfið gengur út á að jafna greiðslum á alla svo stórnotendur greiði ekki meira en 50 þús. þannig munu einhverjir óreglulegri notendur mögulega greiða meira en áður. Alþingi setti yfir 1 milljarð af nýju fé í verkefnið. Það fer í auknar niðurgreiðslur til barna, aldraðra og öryrkja sem greiða að staðaldri ekki meira en 33 þús á ári (46 algjört hámark ef notkun er svo lítil að það er enginn afsláttur). Einhverjir munu hækka innan þessara marka en það greiða heldur engir mörg hundruð þùsund.“ Tengdar fréttir Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það er þyngra en tárum taki að heyra þessa sögu og vita að þetta hefur viðgengist hjá þjóð sem ætti að vera rík,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra á Facebook síðu sinni. Þar deilir hann myndandi Ástrósar Rutar Sigurðardóttur, sem hefur vakið mikla athygli í kvöld. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Þann 1. maí tekur gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi sem er einmitt ætlað að koma í veg fyrir svona harmleiki,“ skrifar Óttarr. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ástrós vera vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Í nýja kerfinu á að heyra til algjörra undantekninga að nokkur þurfi að borga meira en 50 þús á 12 mànuða tìmabili nema viðkomandi eigi enga sögu og detti mjög illa á milli afsláttartímabila (þá er algjört hámark 70 þús),“ skrifar Óttarr. „Flestir detta inn í meiri afslætti. Kerfið gengur út á að jafna greiðslum á alla svo stórnotendur greiði ekki meira en 50 þús. þannig munu einhverjir óreglulegri notendur mögulega greiða meira en áður. Alþingi setti yfir 1 milljarð af nýju fé í verkefnið. Það fer í auknar niðurgreiðslur til barna, aldraðra og öryrkja sem greiða að staðaldri ekki meira en 33 þús á ári (46 algjört hámark ef notkun er svo lítil að það er enginn afsláttur). Einhverjir munu hækka innan þessara marka en það greiða heldur engir mörg hundruð þùsund.“
Tengdar fréttir Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld 30. mars 2017 19:30