Krónan leitar réttar síns vegna brauðbars Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2017 11:00 Krónan fer fram á að viðurkennt verði með dómi að Árborg og heilbrigðiseftirlitið beri sameiginlega skaðabótaskyldu gagnvart fyrirtækinu. Matvöruverslunin Krónan hefur stefnt Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna ákvörðunar eftirlitsins um að brauðmeti í versluninni skuli varið með umbúðum eða öðrum hætti sem tryggir matvöruna gegn mengun. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að óvarið brauð væri á boðstólum í versluninni því ekkert hindri það að aðilar hnerri eða hósti yfir brauðið. Málið, sem snýr að svokölluðum brauðbar í versluninni, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á miðvikudag. Í stefnunni segir að brauðbarir hafi reynst afar vinsælir hjá neytendum á Íslandi og skilað tekjum fyrir verslanir Krónunnar. Þá sé þetta þekkt fyrirkomulag í öðrum löndum, þrátt fyrir að um sé að ræða nokkra nýlundu hér á landi. Forsaga málsins er að eftirlitsmenn komu í verslun krónunnar í ágúst í fyrra. Eftirlitið gerði í kjölfarið athugasemd um að óvarið brauð væri á boðstólum inni í versluninni og á lager, og tekið fram að ekkert hindri það fólk hnerri eða hósti yfir brauðið, eða meðhöndli það með berum eða óhreinum höndum. Heilbrigðiseftirlitið fór í tvær aðrar heimsóknir í verslun Krónunnar á Selfossi. Í október síðastliðnum sagði eftirlitið að óvarin brauð yrðu tekin úr sölu ef ekki yrði gripið til úrbóta, og þegar eftirlitsmenn komu öðru sinni, til að fylgja eftir athugasemdum sínum, höfðu starfsmenn Krónunnar verið búnir að setja brauðið í poka á meðan heimsókninni stóð. Krónan ákvað á endanum, eða í febrúar, að verða við kröfum eftirlitsins og breytti innréttingum í samræmi við kröfur. Verslunin telur þó að verulegir annmarkar hafi verið á ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins og fer fram á bætur vegna þessa, en í stefnunni segir að ákvörðunin hafi verið saknæm og ólögmæt. Þá hafi breytingar á versluninni kostað rúmar 350 þúsund krónur, og að brauðbarnum hafi verið lokað meðan á þeim stóð. Ónefnt sé sölutap sem Krónan komi til með að verða fyrir vegna minni sölu brauðmetis í lokuðum innréttingum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Matvöruverslunin Krónan hefur stefnt Árborg og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna ákvörðunar eftirlitsins um að brauðmeti í versluninni skuli varið með umbúðum eða öðrum hætti sem tryggir matvöruna gegn mengun. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við að óvarið brauð væri á boðstólum í versluninni því ekkert hindri það að aðilar hnerri eða hósti yfir brauðið. Málið, sem snýr að svokölluðum brauðbar í versluninni, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á miðvikudag. Í stefnunni segir að brauðbarir hafi reynst afar vinsælir hjá neytendum á Íslandi og skilað tekjum fyrir verslanir Krónunnar. Þá sé þetta þekkt fyrirkomulag í öðrum löndum, þrátt fyrir að um sé að ræða nokkra nýlundu hér á landi. Forsaga málsins er að eftirlitsmenn komu í verslun krónunnar í ágúst í fyrra. Eftirlitið gerði í kjölfarið athugasemd um að óvarið brauð væri á boðstólum inni í versluninni og á lager, og tekið fram að ekkert hindri það fólk hnerri eða hósti yfir brauðið, eða meðhöndli það með berum eða óhreinum höndum. Heilbrigðiseftirlitið fór í tvær aðrar heimsóknir í verslun Krónunnar á Selfossi. Í október síðastliðnum sagði eftirlitið að óvarin brauð yrðu tekin úr sölu ef ekki yrði gripið til úrbóta, og þegar eftirlitsmenn komu öðru sinni, til að fylgja eftir athugasemdum sínum, höfðu starfsmenn Krónunnar verið búnir að setja brauðið í poka á meðan heimsókninni stóð. Krónan ákvað á endanum, eða í febrúar, að verða við kröfum eftirlitsins og breytti innréttingum í samræmi við kröfur. Verslunin telur þó að verulegir annmarkar hafi verið á ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins og fer fram á bætur vegna þessa, en í stefnunni segir að ákvörðunin hafi verið saknæm og ólögmæt. Þá hafi breytingar á versluninni kostað rúmar 350 þúsund krónur, og að brauðbarnum hafi verið lokað meðan á þeim stóð. Ónefnt sé sölutap sem Krónan komi til með að verða fyrir vegna minni sölu brauðmetis í lokuðum innréttingum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira