Hlustaðu á nýja lagið með Ásgeiri Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2017 15:04 Ásgeir Trausti stefnir á að gefa út nýja plötu, Afterglow, 5.maí næstkomandi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sendir í dag frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. Áður hefur Ásgeir sent frá sér lagið Unbound. Stardust er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum auk þess sem það fæst frítt til niðurhals ásamt Unbound ef fólk forpantar Afterglow t.d. á heimasíðu Ásgeirs.Sem fyrr er Ásgeir höfundur lags en heiðurinn að textanum á Högni Egilsson sem aðspurður segist hafa viljað fjalla um þá örvinglun sem grípur sérhverja manneskju sem kann að festast í losta og alsælu ástarinnar. Sjá einnig: Poppað lag með texta frá Högna „Stardust er lag sem ég samdi frekar snemma í plötuferlinu, sennilega sumarið 2015. Ég var bara að hugsa um að gera sniðugt popplag sem innihéldi tilraunir með hljóð og alls konar skemmtileg smáatriði í útfærslu og sem tæki sig ekkert alltof alvarlega. Að mínu mati er þetta mjög hreinskilið lag því það kemur frá einhverjum stað innra með mér sem ég opna ekki oft á,“ segir Ásgeir Trausti. Ásgeir tilkynnti nýverið um fyrstu tónleikaferðina sem hann fer í til að fylgja plötunni sinni eftir auk þess sem hann mun leika á sérstökum tónleikum í Eldborg í Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni í haust. Tónlist Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sendir í dag frá sér aðra smáskífu af væntanlegri plötu Afterglow en lagið sem heitir Stardust var frumflutt á tónlistarvefnum Consequence of Sound fyrr í dag. Áður hefur Ásgeir sent frá sér lagið Unbound. Stardust er nú aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum auk þess sem það fæst frítt til niðurhals ásamt Unbound ef fólk forpantar Afterglow t.d. á heimasíðu Ásgeirs.Sem fyrr er Ásgeir höfundur lags en heiðurinn að textanum á Högni Egilsson sem aðspurður segist hafa viljað fjalla um þá örvinglun sem grípur sérhverja manneskju sem kann að festast í losta og alsælu ástarinnar. Sjá einnig: Poppað lag með texta frá Högna „Stardust er lag sem ég samdi frekar snemma í plötuferlinu, sennilega sumarið 2015. Ég var bara að hugsa um að gera sniðugt popplag sem innihéldi tilraunir með hljóð og alls konar skemmtileg smáatriði í útfærslu og sem tæki sig ekkert alltof alvarlega. Að mínu mati er þetta mjög hreinskilið lag því það kemur frá einhverjum stað innra með mér sem ég opna ekki oft á,“ segir Ásgeir Trausti. Ásgeir tilkynnti nýverið um fyrstu tónleikaferðina sem hann fer í til að fylgja plötunni sinni eftir auk þess sem hann mun leika á sérstökum tónleikum í Eldborg í Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni í haust.
Tónlist Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira