Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 10:25 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun hér á landi. Vísir/Getty Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira