Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 10:25 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun hér á landi. Vísir/Getty Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira