Mæta ekki lágmarksskilyrðum í baráttu gegn mansali Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 10:25 Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir að konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun hér á landi. Vísir/Getty Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mætir ekki þeim lágmarksskilyrðum sem þarf til að berjast gegn mansali hér á landi. Engir hafa verið sakfelldir fyrir mansal, né ákærðir á síðustu sex árum. Þrátt fyrir tilraunir Íslendinga til þess að ná áðurnefndum lágmarksskilyrðum hefur það ekki tekst. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal á heimsvísu. Ráðuneytið hefur fært Ísland niður um flokk um baráttu ríkja gegn mansali. Fyrst var sagt frá skýrslunni á vef Ríkisútvarpsins. Fjallað er sérstaklega um Ísland á síðu 203 í skýrslunni. Ráðuneytið leggur meðal annars til að meira verði lagt í að bera kennsla á, ákæra og dæma gerendur mansals. Að byggja upp traust á milli þolenda og lögreglu og auka þjálfun í að bera kennsl á mansal. Þar að auki er lagt til að ríkið byggi skýli fyrir menn og börn sem eru fórnarlömb mansals og að þjálfun í öflun sönnunargagna í málum sem varða mansal verði aukin svo reiða þurfi minna á vitnisburði. Tekið er fram að lögreglan hafi rannsakað 16 mál sem sneru að mansali í fyrra og þau hafi verið 23 árið 2015. Hins vegar hafi enginn verið ákærður né dæmdur frá árinu 2010. Þá segir í skýrslunni að Ísland sé og hafi verið áfanga- og viðkomustaður fórnarlamba mansals, undanfarin fimm ár. Þar sé bæði um að ræða konur í kynlífsþrælkun og fólk í vinnuþrælkun. Konur frá austurhluta Evrópu, Eystrasaltsríkjunum og Suður-Ameríku séu neyddar í kynlífsþrælkun og að menn og konur frá sömu heimshlutum plús Austur-Asíu séu neydd til að vinna við byggingavinnu, ferðamannaþjónustu og á veitingahúsum. Gerendur mansals eru sagðir nota aðild Íslands að Schengen-sáttmálanum til þess að flytja fólk hingað í allt að þrjá mánuði og flytja svo fólkið aftur úr landi áður en nauðsynlegt sé að skrá þau.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira