Þétting byggðar ekki svarið við húsnæðisvanda ungs fólks Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. febrúar 2017 11:22 Þorsteinn Víglundsson, myndin er samsett. Vísir/Stefán/Anton Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Líkt og Vísir hefur fjallað um gera áætlanir Reykjavíkurborgar ráð fyrir því að borgarbyggðin þéttist töluvert á næstu árum, til að mynda með nýjum hverfum á Ártúnshöfða og Elliðarárvogum. Í Bítinu á Bylgunni í morgun ræddi Þorsteinn stöðu mála og húsnæðismarkaði. Sagði hann að þétting byggðar væri vissulega mikilvægt en hún hefði sína ókosti, ekki síst fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. „Á sama tíma verðum við líka að átta okkur á því að þetta eru dýrustu kostirnir og þetta sjáum við alveg í verði á þessum eignum sem verið er að selja á þessum þéttingarsvæðum. Þær eru mjög dýrar og yfirleitt ekki ætlaðar þeim markhópum sem að mestu áhyggjurnar hafa verið um, ungt fólk á leiðinni inn á húsnæðismarkaðinn í fyrsta sinn,“ sagði Víglundur.Helstu hverfi Reykjavíkur sem áætlað er að rísi á næstu árum.Vísir/GarðarTöluvert hefur verið fjallað um vanda ungs fólks við að komast inn á téðan markað. Mikil eftirspurn eftir húsnæði og ónógt framboð hefur haft í för með sér mikla hækkun á fasteignamarkaði sem kemur ekki síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á markaðinn með kaupum á fyrstu eign. Var Þorsteinn spurður að því hvort að þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu ætti sinn þátt í hækkun húsnæðisverðs. „Ég ætla ekki að varpa ábyrgðinni eingöngu yfir á það en það á vissulega þátt í því að Reykjavíkurborg hefur á móti dregið verulega úr framboði á eignum á jaðarsvæðunum, til dæmis í Úlfarsárdal en það hverfi sem hafði verið skipulagt var skorið mjög niður. Það finnst mér gagnrýnivert,“ sagði Þorsteinn. Lagði hann áhersli á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sameiginlega ábyrgð á því að tryggja nægt framboð á lóðum til að mæta þeirri íbúðaþörf sem fyrirsjáanleg væri þrjú til fimm ár fram í tímann hverju sinni. „Við verðum auðvitað að horfa til hvaða möguleikar eru á svæðinu, sveitarfélögin kortleggi það sameiginlega hvaða áform þau hafi uppi og auðvitað að eitt sveitarfélag geti ekki varpað þeirri ábyrgð yfir á nágrannasveitarfélög sín að mæta þessari þörf. Við vitum að hér vantar 1500-2000 íbúðir á ári í venjuleg ári. Í dag erum við að horfa á það að það sé talsvert meiri þörf.“ Tengdar fréttir Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Líkt og Vísir hefur fjallað um gera áætlanir Reykjavíkurborgar ráð fyrir því að borgarbyggðin þéttist töluvert á næstu árum, til að mynda með nýjum hverfum á Ártúnshöfða og Elliðarárvogum. Í Bítinu á Bylgunni í morgun ræddi Þorsteinn stöðu mála og húsnæðismarkaði. Sagði hann að þétting byggðar væri vissulega mikilvægt en hún hefði sína ókosti, ekki síst fyrir ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði. „Á sama tíma verðum við líka að átta okkur á því að þetta eru dýrustu kostirnir og þetta sjáum við alveg í verði á þessum eignum sem verið er að selja á þessum þéttingarsvæðum. Þær eru mjög dýrar og yfirleitt ekki ætlaðar þeim markhópum sem að mestu áhyggjurnar hafa verið um, ungt fólk á leiðinni inn á húsnæðismarkaðinn í fyrsta sinn,“ sagði Víglundur.Helstu hverfi Reykjavíkur sem áætlað er að rísi á næstu árum.Vísir/GarðarTöluvert hefur verið fjallað um vanda ungs fólks við að komast inn á téðan markað. Mikil eftirspurn eftir húsnæði og ónógt framboð hefur haft í för með sér mikla hækkun á fasteignamarkaði sem kemur ekki síst illa við ungt fólk sem er að reyna að koma sér inn á markaðinn með kaupum á fyrstu eign. Var Þorsteinn spurður að því hvort að þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu ætti sinn þátt í hækkun húsnæðisverðs. „Ég ætla ekki að varpa ábyrgðinni eingöngu yfir á það en það á vissulega þátt í því að Reykjavíkurborg hefur á móti dregið verulega úr framboði á eignum á jaðarsvæðunum, til dæmis í Úlfarsárdal en það hverfi sem hafði verið skipulagt var skorið mjög niður. Það finnst mér gagnrýnivert,“ sagði Þorsteinn. Lagði hann áhersli á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju sameiginlega ábyrgð á því að tryggja nægt framboð á lóðum til að mæta þeirri íbúðaþörf sem fyrirsjáanleg væri þrjú til fimm ár fram í tímann hverju sinni. „Við verðum auðvitað að horfa til hvaða möguleikar eru á svæðinu, sveitarfélögin kortleggi það sameiginlega hvaða áform þau hafi uppi og auðvitað að eitt sveitarfélag geti ekki varpað þeirri ábyrgð yfir á nágrannasveitarfélög sín að mæta þessari þörf. Við vitum að hér vantar 1500-2000 íbúðir á ári í venjuleg ári. Í dag erum við að horfa á það að það sé talsvert meiri þörf.“
Tengdar fréttir Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55 Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Formaður Félags fasteignasala: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir að það sem hafi komið á óvart á fasteignamarkaðnum á árinu sem er að líða sé að fasteignaverð hækkaði meira en menn gerðu ráð fyrir. 3. janúar 2017 13:55
Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. 1. febrúar 2017 09:00
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00