Bandalagsþjóðir NATO munu leggja meira til bandalagsins Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 21:04 Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Nýr varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ítrekaði á fundi með varnar- og utanríkisráðherrum Atlantshafsbandalagsins í Brussel í dag að bandalagsríkin þyrftu að greiða meira til NATO. Utanríkisráðherra segir framlag Íslands aðallega felast í borgaralegri þjónustu enda sé Ísland eina herlausa landið í NATO. Bandaríski herinn fór frá Keflavíkurflugvelli í lok september árið 2006. Síðan þá hefur ekki verið fastur herafli á Keflavíkurflugvelli. En flugsveitir einstakra bandalagsríkja hafa komið hingað til lands til eftirlits- og æfingaflugs.Jim Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna kom til síns fyrsta fundar með fulltrúum hinna NATO ríkjanna í höfuðstöðvum bandalagsins í gær og í dag. En töluverðs titrings hefur gætt meðal bandalagsríkjanna frá því Donald Trump lýsti því yfir í kosningabaráttunni að NATO væri úrelt og gaf í skyn að Bandaríkin myndu ef til vill ekki standa við varnarskuldbindingar sínar yrði ráðist á eitt NATO ríkjanna. Mattis staðfesti hins vegar á fundinum að Bandaríkin telji NATO enn vera mikilvægt. „Bandalagið er enn kjölfesta fyrir Bandaríkin og fyrir allar þjóðirnar við Atlantshafið því við erum tengd sterkum böndum. Eins og Trump forseti hefur sagt styður hann NATO af heilum hug,“ sagði Mattis í Brussel í dag. Bandaríkin hafa allt frá stofnun NATO staðið undir langstærstum hluta af kostnaðinum við bandalagið en Trump þrýstir á breytingar á því. „Það er sanngjörn krafa að allir sem njóta góðs af bestu vörnum í heimi beri hlutfallslegan kostnað sinn af að verja frelsið. Við megum aldrei gleyma því að þegar allt kemur til alls er það frelsið sem við verjum hér hjá NATO,“ sagði varnarmálaráðherrann nýi. Guðlaugur Þór Þórðarson sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir ekki nýtt að þrýst sé á að bandalagsþjóðirnar greiði meira til NATO en almennt er miðað við að framlögin séu tvö prósent af landsframleiðslu. Utanríkisráðherra segir framlag Íslendinga aðallega felast í borgaralegri þjónustu innan NATO.Þurfum við þá að auka hana með einhverjum hætti eða beinlínis auka einhver fjárframlög til Atlantshafsbandalagsins til að vera á pari við aðrar þjóðir? „Við höfum gert það nú þegar. Gerðum það í síðustu fjárlögum og þurfum eðli málsins samkvæmt að forgangsraða út af mikilvægi þessa málaflokks og þessara breyttu aðstæðna sem komið hafa upp,“ segir Guðlaugur Þór. Það feli hins vegar ekki í sér neinar grundvallarbreytingar. Stóru málin innan NATO séu staðan víða í austur Evrópu og tölvuárásir og þá sé Norður Atlantshafssvæðið mikilvægt.Er Ísland þá að verða mikilvægara en það var á síðasta áratug? „Ísland hefur í rauninni alltaf verið mikilvægt út frá staðsetningu sinni. En það sem menn tala í rauninni um er að öryggissvæði Atlantshafsbandalagsins sé í 360 gráður. Það er allur hringurinn þegar kemur að Evrópu og Norður Ameríku. Þannig að það er í rauninni ekki verið að taka eitt svæði út. En eitt af þeim svæðum sem menn eru að líta til er svæðið í kring um okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Donald Trump Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira