Kjarasamningar mörg þúsund manns í húfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2017 20:00 Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“ Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Búast má við að einhver órói muni skapast á vinnumarkaði í ár þegar allt að fimmtíu kjarasamningar verða lausir. Þá verður lífeyrissjóðskerfinu breytt um næstu mánaðamót en þá verða kjör nýrra opinberra starfsmanna lakari en áður. Launakjör mörg þúsund starfsmanna eru undir og eru stéttarfélög flest byrjuð að undirbúa komandi viðræður, en umfangsmestu samningarnir liggja hjá Bandalagi háskólamanna. Nokkurrar reiði gætti á vinnumarkaði eftir að gerðardómur úrskurðaði um kaup og kjör stéttarfélaga sautján stéttarfélaga innan BHM. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir erfitt að segja til um hvaða þýðingu það muni hafa í komandi viðræðum. „Aðildarfélögin eru að undirbúa þessar viðræður, undirbúa sína kröfugerð, og þau losna undan gerðardómi núna í lok sumars. Það hefur væntanlega áhrif á kröfugerðina að það hefur ekkert tillit verið tekið til sérkrafna félaganna. Svo er það þannig líka að ríkið hefur gengið fram með kjararáðsúrskurðum sem ég geri ráð fyrir að setji viðmið í kröfugerðina,“ segir Þórunn. Þá taka breytingar á lífeyrissjóðskerfinu gildi um næstu mánaðamót en þær eiga að jafna og samræma launakjör á opinberum og almennum vinnumarkaði. Það þýðir hins vegar að starfsmenn sem hefja störf hjá hinu opinbera eftir fyrsta júní fá lakari kjör. Sjóðsfélagar í A-deildum LSR og Brúar verða jafnsettir eftir breytingarnar. Þórunn segist vona að fólk sýni þessum breytingum skilning. „Það er auðvitað grundvallarbreyting á lífeyriskerfi landsmanna. Nú er búið að samræma réttindin þannig að þeir sem fara nýir að starfa fyrir sveitarfélög og ríki fá sömu lífeyrisréttindi og eru á almenna markaðnum. Það þýðir að sú klisa að opinberir starfsmenn hafi mikil og rík lífeyrisréttindi eru úr sögunni og það verður að bæta þeim upp í launum.“
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira