Óformlegar viðræður halda áfram í dag Þórdís Valsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 10:17 Flokkarnir þrír funduðu í allan gærdag eftir þingflokksfundi þeirra. Vísir Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09