Misbauð meðferð á geitum á Hlemmi Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Heitar tilfinningar blossuðu upp hjá grænmetisætum vegna sýningar á tveimur geitum við Hlemm. vísir/ernir „Ég var á Hlemmi að taka strætó þegar ég sá geiturnar tvær fyrir utan Mathöllina. Mér var mjög misboðið að sjá dýrin svona í umhverfi sem er þeim alls ekki náttúrulegt,“ segir Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta. „Ég tók mynd af geitunum og hringdi í lögregluna sem vísaði mér áfram á Matvælastofnun og ég ætla að tilkynna þessa meðferð á dýrunum þangað.“ Geiturnar tvær voru til sýnis við Mathöllina á miðvikudaginn á svokölluðum „Geitardegi“ sem var liður í sýningu útskriftarnema í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands. Þá voru geitaréttir á boðstólum á þremur veitingastöðum í höllinni.“Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni.” Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta.„Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni,“ segir Helga Marín og sættir sig illa við þessa þversögn. „Þarna var alls konar lið að atast í þeim og hlæja. Þetta er vanvirðing við dýrin sem komið er fram við eins og hluti. Ég held að þeim hafi ekki liðið vel. Þetta er ekki þeirra umhverfi og hávaðinn og áreitið á Hlemmi er mikið.“ Helga Marín birti myndina á Facebook-síðu vegan fólks á Íslandi. Óhætt er að segja að í athugasemdum þar hafi heitar tilfinningar blossað upp og meðal annars talað um „algera aftengingu“, „dýravaldníðslu“ og „ömurlegan viðbjóð“. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að hverjum þeim sem verði var við illa meðferð á dýrum beri að tilkynna slíkt til MAST eða lögreglu. Á Facebook-síðunni ber þó ekki öllum saman um að illa hafi farið um skepnurnar á Hlemmi: „Þær voru þarna í tvo tíma, ég sá þær nokkrum sinnum og þær voru bara í góðu lagi elsku fólk,“ segir í einni athugasemdinni. Samkvæmt reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár ber að tilkynna fyrirhugaða notkun á dýrunum á viðburðum sem þessum til MAST með tíu daga fyrirvara. Óheimilt er að nota dýrin í umhverfi sem er þeim ekki eðlilegt fyrr en að lokinni úttekt MAST. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis, kannast ekki við að slíkt erindi hafi borist vegna „Geitardagsins“ og algengt að fólk sé ekki meðvitað um lög og reglugerðir um meðferð dýra og geri því ýmislegt í trássi við allt slíkt. Helga Marín telur einnig að vanþekking ráði oft för. „Fyrir okkur er þetta mikið tilfinningamál og hrikalegt að dýr séu notuð sem sýningargripir. Og það er svo sem skiljanlegt þar sem það er ekki mikið talað um þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
„Ég var á Hlemmi að taka strætó þegar ég sá geiturnar tvær fyrir utan Mathöllina. Mér var mjög misboðið að sjá dýrin svona í umhverfi sem er þeim alls ekki náttúrulegt,“ segir Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta. „Ég tók mynd af geitunum og hringdi í lögregluna sem vísaði mér áfram á Matvælastofnun og ég ætla að tilkynna þessa meðferð á dýrunum þangað.“ Geiturnar tvær voru til sýnis við Mathöllina á miðvikudaginn á svokölluðum „Geitardegi“ sem var liður í sýningu útskriftarnema í meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands. Þá voru geitaréttir á boðstólum á þremur veitingastöðum í höllinni.“Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni.” Helga Marín Jónatansdóttir grænmetisæta.„Það var fólk að klappa geitum fyrir utan og borða þær inni,“ segir Helga Marín og sættir sig illa við þessa þversögn. „Þarna var alls konar lið að atast í þeim og hlæja. Þetta er vanvirðing við dýrin sem komið er fram við eins og hluti. Ég held að þeim hafi ekki liðið vel. Þetta er ekki þeirra umhverfi og hávaðinn og áreitið á Hlemmi er mikið.“ Helga Marín birti myndina á Facebook-síðu vegan fólks á Íslandi. Óhætt er að segja að í athugasemdum þar hafi heitar tilfinningar blossað upp og meðal annars talað um „algera aftengingu“, „dýravaldníðslu“ og „ömurlegan viðbjóð“. Á heimasíðu Matvælastofnunar segir að hverjum þeim sem verði var við illa meðferð á dýrum beri að tilkynna slíkt til MAST eða lögreglu. Á Facebook-síðunni ber þó ekki öllum saman um að illa hafi farið um skepnurnar á Hlemmi: „Þær voru þarna í tvo tíma, ég sá þær nokkrum sinnum og þær voru bara í góðu lagi elsku fólk,“ segir í einni athugasemdinni. Samkvæmt reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár ber að tilkynna fyrirhugaða notkun á dýrunum á viðburðum sem þessum til MAST með tíu daga fyrirvara. Óheimilt er að nota dýrin í umhverfi sem er þeim ekki eðlilegt fyrr en að lokinni úttekt MAST. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis, kannast ekki við að slíkt erindi hafi borist vegna „Geitardagsins“ og algengt að fólk sé ekki meðvitað um lög og reglugerðir um meðferð dýra og geri því ýmislegt í trássi við allt slíkt. Helga Marín telur einnig að vanþekking ráði oft för. „Fyrir okkur er þetta mikið tilfinningamál og hrikalegt að dýr séu notuð sem sýningargripir. Og það er svo sem skiljanlegt þar sem það er ekki mikið talað um þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira