Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2017 16:30 Frá þjóðveginum í botni Berufjarðar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. Það barst frá fyrirtækjunum Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum og var 4,4 prósent yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 807 milljónir króna. Önnur tilboð voru talsvert yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk átti næstlægsta boð, upp á 921 milljón króna, ÍAV bauðst til að vinna verkið fyrir 993 milljónir króna og Borgarverk fyrir 1.035 milljónir, sem var hæsta boð og 28 prósent yfir áætlun. Frá hringveginum við bæinn Hvannabekku í botni Berufjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hringvegurinn verður styttur um þrjá kílómetra með því að leggja hann á eins kílómetra kafla yfir voginn í botni fjarðarins. Í stað átta kílómetra malarvegar verður lagður fimm kílómetra malbiksvegur. Jafnframt verður 50 metra löng brú smíðuð og 1,7 kílómetra langar heimreiðar lagðar að bæjunum Berufirði og Hvannabrekku. Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2018. Þá verður í fyrsta sinn hægt að aka hring umhverfis Ísland á bundnu slitlagi, þó ekki um þjóðveg 1 um Breiðdalsheiði heldur með því að aka fjarðaleiðina um Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð. Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. Það barst frá fyrirtækjunum Héraðsverki ehf. og MVA ehf. á Egilsstöðum og var 4,4 prósent yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 807 milljónir króna. Önnur tilboð voru talsvert yfir kostnaðaráætlun. Suðurverk átti næstlægsta boð, upp á 921 milljón króna, ÍAV bauðst til að vinna verkið fyrir 993 milljónir króna og Borgarverk fyrir 1.035 milljónir, sem var hæsta boð og 28 prósent yfir áætlun. Frá hringveginum við bæinn Hvannabekku í botni Berufjarðar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hringvegurinn verður styttur um þrjá kílómetra með því að leggja hann á eins kílómetra kafla yfir voginn í botni fjarðarins. Í stað átta kílómetra malarvegar verður lagður fimm kílómetra malbiksvegur. Jafnframt verður 50 metra löng brú smíðuð og 1,7 kílómetra langar heimreiðar lagðar að bæjunum Berufirði og Hvannabrekku. Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2018. Þá verður í fyrsta sinn hægt að aka hring umhverfis Ísland á bundnu slitlagi, þó ekki um þjóðveg 1 um Breiðdalsheiði heldur með því að aka fjarðaleiðina um Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Reyðarfjörð.
Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58 Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00
Sveitarstjórnin fundaði á brúnni yfir Berufjarðará Langþreyttir íbúar lokuðu veginum um Berufjarðarbotn öðru sinni. 9. mars 2017 20:58
Enn skal þjóðvegi 1 lokað í mótmælaskyni Íbúar á Suð-Austurlandi lýsa yfir neyðarástandi. 9. mars 2017 13:45