Brýnt að setja reglur um drónaflug Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2017 20:00 Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur. Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur.
Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24
Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15