Brýnt að setja reglur um drónaflug Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2017 20:00 Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur. Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur.
Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24
Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15