Brýnt að setja reglur um drónaflug Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2017 20:00 Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur. Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Samgöngustofa telur afar brýnt að settar verði sérstakar reglur um drónaflug á Íslandi. Samskiptastjóri stofnunarinnar segir að reglugerðar sé að vænta en í gær flaug dróni fyrir þyrlu rétt áður en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli. Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, lenti í því atviki í gær að dróna var flogið nálægt þyrlu hans. Hann setti færslu um atvikið á Facebook sem vakti töluverða athygli. Þegar þyrlan flaug yfir ráðhúsið og Tjörnina á leið til lendingar rétt fyrir klukkan tvö í gær flaug dróni beint fyrir framan hana í aðeins nokkurra metra fjarlægð. Dróninn sem um ræðir er hvítur Phantom dróni. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu, segir að almennt gildi sömu reglur um dróna og önnur loftför en að engar sértækar reglur um dróna séu til. „Það er leyfisskylt að fljúga dróna ef hann er þyngri en fimm kíló. Þá þarftu leyfi frá Samgöngustofu og þú mátt ekki fljúga dróna nær flugvelli en einum og hálfum kílómetra. Almennt séð er það náttúrulega varúðarregla sem öllum ber að fara eftir að gæta sérstakrar aðgæslu þegar flogið er nálægt flugvelli eða í aðflugslínu þar sem að mannað loftfar getur verið til staðar,“ segir Þórhildur. Í dag séu einu sértæku reglurnar um dróna að finna í upplýsingabréfi Samgöngustofu. Reglugerðar sé þó að vænta. „Sértækar reglur um dróna eru í vinnslu og hafa verið í vinnslu hjá Samgöngustofu. Þær eru komnar til innanríkisráðuneytisins en Samgöngustofa hefur verið að fylgjast með þeirri reglusetningu sem hefur farið fram í Evrópu. Drög eru til skoðunar þannig að þetta er í farvatninu. Samgöngustofa hefur hvatt til og telur mjög brýnt að reglur um drónaflug verði settar og hefur þess vegna lagt áherslu á að vera í góðu sambandi við önnur Evrópulönd og hvað þar er verið að gera,“ segir Þórhildur.
Tengdar fréttir Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24 Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Dróna flogið nálægt þyrlu við Reykjavíkurflugvöll Gísli Matthías Gíslasson, þyrlustjóri hjá Norðurflugi var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli þegar dróni flaug í veg fyrir hann. 7. janúar 2017 17:24
Drónar bannaðir við Dettifoss og víðar Þjóðgarðsverðir hafa bannað dróna á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgars. 18. ágúst 2016 15:15