Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2017 19:30 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48
LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00