Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2017 18:48 Ágústa er almennt heilsuhraust og starfar enn sem sjúkraliði á Grund - nema hún þarf að komast í mjaðmaliðaaðgerð til að geta haldið áfram sínu daglega lífi. mynd/ebg Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal." Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal."
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira