Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2017 18:48 Ágústa er almennt heilsuhraust og starfar enn sem sjúkraliði á Grund - nema hún þarf að komast í mjaðmaliðaaðgerð til að geta haldið áfram sínu daglega lífi. mynd/ebg Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal." Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal."
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira