Fagnar fimmtíu árum á sama leikskólanum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2017 06:00 Þóra María umkringd börnum sem eru á leikskólanum nú. Vísir/Ernir Á dögunum fagnar Þóra María Stefánsdóttir fimmtíu ára starfsafmæli á leikskólanum Laugasól. Á þeim tíma hefur hún kennt fjölda barna og meðal annars börnum barna sem hún kenndi fyrir mörgum árum. „Ég hef verið þarna lengi en ég er ekki á þeim buxunum að hætta. Ég ætla hins vegar að minnka töluvert við mig núna,“ segir Þóra. Hún bætir því við að hún sé ekki menntaður leikskólakennari en hafi starfað sem leiðbeinandi lungann úr ævi sinni. „Það hafa fjölmörg börn verið í Laugasól á tíma mínum hér. Það eru nokkur börn á leikskólanum sem eiga foreldra sem ég leit eftir á árum áður. Mér finnst það svolítið skrítið,“ segir Þóra og hlær. Enn sem komið er hafi það þó ekki gerst að hún hafi kennt þremur ættliðum. „Það var reyndar stúlka að vinna með mér hérna sem var að eignast barn fyrir stuttu. Ég kenndi pabba hennar hér í eina tíð. Ég hugsa að ég nái nú ekki þriðja liðnum.“ Aðspurð um eftirminnilegustu dagana á starfsævi sinni segir Þóra að henni hafi verið komið mjög á óvart nú á 50 ára starfsafmælinu. Þá hafi systir hennar smalað saman í veislu og fullt af fólki mætt. Það hafi einnig verið uppi á teningnum fyrir tíu árum síðan þegar hún náði þeim árangri að starfa í fjörutíu ár á Laugasól. Á starfsævi Þóru hefur leikskólinn breyst töluvert. Til að mynda hefur fjöldi barna á leikskólanum aukist og húsnæði stækkað og breyst í samræmi við það. Þá sameinaðist Laugasól leikskólanum Lækjarborg. Þóra segir það í eðli starfsins að engir tveir dagar séu eins. Hún komi misjafnlega þreytt heim í lok hvers dags. „Ég vil sem minnst segja um hvað eða hvort eitthvað þurfi að bæta í starfinu. Það verða leikskólastjórarnir að sjá um. Kaupið mætti hins vegar vera hærra,“ segir Þóra að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Á dögunum fagnar Þóra María Stefánsdóttir fimmtíu ára starfsafmæli á leikskólanum Laugasól. Á þeim tíma hefur hún kennt fjölda barna og meðal annars börnum barna sem hún kenndi fyrir mörgum árum. „Ég hef verið þarna lengi en ég er ekki á þeim buxunum að hætta. Ég ætla hins vegar að minnka töluvert við mig núna,“ segir Þóra. Hún bætir því við að hún sé ekki menntaður leikskólakennari en hafi starfað sem leiðbeinandi lungann úr ævi sinni. „Það hafa fjölmörg börn verið í Laugasól á tíma mínum hér. Það eru nokkur börn á leikskólanum sem eiga foreldra sem ég leit eftir á árum áður. Mér finnst það svolítið skrítið,“ segir Þóra og hlær. Enn sem komið er hafi það þó ekki gerst að hún hafi kennt þremur ættliðum. „Það var reyndar stúlka að vinna með mér hérna sem var að eignast barn fyrir stuttu. Ég kenndi pabba hennar hér í eina tíð. Ég hugsa að ég nái nú ekki þriðja liðnum.“ Aðspurð um eftirminnilegustu dagana á starfsævi sinni segir Þóra að henni hafi verið komið mjög á óvart nú á 50 ára starfsafmælinu. Þá hafi systir hennar smalað saman í veislu og fullt af fólki mætt. Það hafi einnig verið uppi á teningnum fyrir tíu árum síðan þegar hún náði þeim árangri að starfa í fjörutíu ár á Laugasól. Á starfsævi Þóru hefur leikskólinn breyst töluvert. Til að mynda hefur fjöldi barna á leikskólanum aukist og húsnæði stækkað og breyst í samræmi við það. Þá sameinaðist Laugasól leikskólanum Lækjarborg. Þóra segir það í eðli starfsins að engir tveir dagar séu eins. Hún komi misjafnlega þreytt heim í lok hvers dags. „Ég vil sem minnst segja um hvað eða hvort eitthvað þurfi að bæta í starfinu. Það verða leikskólastjórarnir að sjá um. Kaupið mætti hins vegar vera hærra,“ segir Þóra að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira