Vilja hinsegin fræðslu í skólum Fjallabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. október 2017 06:00 Stefnt er á að hefja hinsegin fræðslu seinna á árinu. Vísir/stefán Þrír Siglfirðingar ræða nú við yfirvöld í Fjallabyggð um að hefja hinsegin fræðslu í skólum bæjarfélagsins. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að hægt verði að hefja kennslu á þessu skólaári. „Þetta byrjaði eiginlega með því að síðastliðin þrjú ár höfum við hringt niður á bæjarstjórnarskrifstofur til að biðja um að flagga hinsegin fánanum í tengslum við hinsegin daga. Þá komumst við að því að slíkir fánar eru ekki til í bæjarfélaginu,“ segir Hólmfríður Ósk Norðfjörð, einn aðstandenda verkefnisins. Í vor gekk Hólmfríður að eiga Birgittu Þorsteinsdóttur en auk þeirra stendur Sunna Björk Valsdóttir að baki fræðslunni. Báðar eru þær uppaldir Siglfirðingar og hafa búið þar stærstan hluta ævi sinnar. Fyrir athöfnina fengu þær hinsegin fánann lánaðan frá menntaskólanema í bænum og var honum flaggað fyrir utan kirkjuna. „Eftir þá athöfn komu ofboðslega margir til okkar og spurðu okkur um hitt og þetta og meðal annars hvort við værum ekki til í að vera með hinsegin fræðslu fyrir börn og unglinga,“ segir Hólmfríður. Ekkert slíkt hafi verið í boði í Fjallabyggð síðastliðin ár. „Það eru allavega tveir transstrákar sem búa hérna og svo eru mjög margar lesbíur hérna einnig. Fræðslan hefur hins vegar ekki verið mikil,“ segir Hólmfríður. „Ég starfa sjálf í skólanum og fæ stundum spurningar á borð við hvers vegna önnur okkar sé ekki með bindi. Þá kemur í ljós að þetta er málefni sem er ekkert endilega rætt á öllum heimilum.“ Hólmfríður telur að það væri gott að einhver úr byggðarlaginu stæði að fræðslunni. Það sé afar mikilvægt að börn og unglingar geti haft einhvern til að ræða við um það sem þau séu að upplifa. Meðal annars hafi verið rætt um, sé áhugi fyrir slíku, að þegar námsefnið og verkefnið er tilbúið að bjóða einnig upp á fræðslu í sveitarfélögum í nágrenninu. Hún viti þó til þess að einhver fræðsla hafi verið í Dalvíkurbyggð undanfarin ár. Nýr deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, tók við á árinu og var verkefninu vísað til meðferðar hennar á fundi bæjarráðs í vikunni. „Við vonumst til þess að hægt verði að hefja fræðslu á þessu skólaári,“ segir Hólmfríður að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Þrír Siglfirðingar ræða nú við yfirvöld í Fjallabyggð um að hefja hinsegin fræðslu í skólum bæjarfélagsins. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að hægt verði að hefja kennslu á þessu skólaári. „Þetta byrjaði eiginlega með því að síðastliðin þrjú ár höfum við hringt niður á bæjarstjórnarskrifstofur til að biðja um að flagga hinsegin fánanum í tengslum við hinsegin daga. Þá komumst við að því að slíkir fánar eru ekki til í bæjarfélaginu,“ segir Hólmfríður Ósk Norðfjörð, einn aðstandenda verkefnisins. Í vor gekk Hólmfríður að eiga Birgittu Þorsteinsdóttur en auk þeirra stendur Sunna Björk Valsdóttir að baki fræðslunni. Báðar eru þær uppaldir Siglfirðingar og hafa búið þar stærstan hluta ævi sinnar. Fyrir athöfnina fengu þær hinsegin fánann lánaðan frá menntaskólanema í bænum og var honum flaggað fyrir utan kirkjuna. „Eftir þá athöfn komu ofboðslega margir til okkar og spurðu okkur um hitt og þetta og meðal annars hvort við værum ekki til í að vera með hinsegin fræðslu fyrir börn og unglinga,“ segir Hólmfríður. Ekkert slíkt hafi verið í boði í Fjallabyggð síðastliðin ár. „Það eru allavega tveir transstrákar sem búa hérna og svo eru mjög margar lesbíur hérna einnig. Fræðslan hefur hins vegar ekki verið mikil,“ segir Hólmfríður. „Ég starfa sjálf í skólanum og fæ stundum spurningar á borð við hvers vegna önnur okkar sé ekki með bindi. Þá kemur í ljós að þetta er málefni sem er ekkert endilega rætt á öllum heimilum.“ Hólmfríður telur að það væri gott að einhver úr byggðarlaginu stæði að fræðslunni. Það sé afar mikilvægt að börn og unglingar geti haft einhvern til að ræða við um það sem þau séu að upplifa. Meðal annars hafi verið rætt um, sé áhugi fyrir slíku, að þegar námsefnið og verkefnið er tilbúið að bjóða einnig upp á fræðslu í sveitarfélögum í nágrenninu. Hún viti þó til þess að einhver fræðsla hafi verið í Dalvíkurbyggð undanfarin ár. Nýr deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, tók við á árinu og var verkefninu vísað til meðferðar hennar á fundi bæjarráðs í vikunni. „Við vonumst til þess að hægt verði að hefja fræðslu á þessu skólaári,“ segir Hólmfríður að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira