Brasilísku stjörnurnar þurftu súrefnisgrímur eftir leikinn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2017 12:30 Brasilísku stjörnurnar eftir leikinn í nótt. Mynd/@CBF_Futebol Brasilíumenn þurftu ekki að skora í Bólivíu í nótt því ólíkt Argentínumönnum þá eru þeir búnir að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Aðstæðurnar á Estadio Hernando Siles leikvanginum í La Paz reyndust stórstjörnum brasilíska landsliðsins afar erfiðar. Bæði brasilíska knattspyrnusambandið og Neymar birtu myndir af leikmönnum brasilíska landsliðsins með súrefnisgrímur eftir leikinn milli Bolívíu og Brasilíu sem endaði með 0-0 jafntefli.Você nos #BastidoresdaSeleção! Recuperação já começou para os jogadores na Bolívia. A galera deu o gás mesmo na altitude! pic.twitter.com/APUuVaCtYz — CBF Futebol (@CBF_Futebol) October 5, 2017La Paz í Bólívíu er í 3637 metra hæð. Fyrir árið 2008 mátti ekki spila í meiri hæð en 2500 metrum en reglunum var breytt. Á myndinni hér fyrir ofan sitja Alex Sandro (Juventus), João Miranda (Inter), Marquinhos (PSG), Gabriel Jesus (Man. City), Neymar (PSG) og Dani Alves (PSG). „Það er ómanneskjulegt að spila við þessar aðstæður, í svona hæð og með þennan bolta. Allt var slæmt. Við erum samt ánægðir með frammistöðuna í þessum aðstæðum,“ skrifaði Neymar inn á Instagram-reikningnum eins og sést hér fyrir neðan. Það er ekki að frétta annað en að súrefnisgjöfin eftir leik hafi verið nóg og enginn í brasilíska liðinu hafi hlotið skaða af því að spila í 90 mínútur í 3637 metra hæð. Desumano jogar nessas condições, campo, altitude, bola .. tudo ruim Mas saímos felizes pelo desempenho da equipe mesmo com essas condições! A post shared by Nj neymarjr (@neymarjr) on Oct 5, 2017 at 5:27pm PDT Brasilíska landsliðið er með 38 stig og tíu stiga forskot á toppi Suður-Ameríku riðilsins en liðið er með markatöluna 38-11 og hefur ekki tapað nema einum leik af 17. Þetta var fimmta jafntefli Brasilíumanna í undankeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Brasilíumenn þurftu ekki að skora í Bólivíu í nótt því ólíkt Argentínumönnum þá eru þeir búnir að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar. Aðstæðurnar á Estadio Hernando Siles leikvanginum í La Paz reyndust stórstjörnum brasilíska landsliðsins afar erfiðar. Bæði brasilíska knattspyrnusambandið og Neymar birtu myndir af leikmönnum brasilíska landsliðsins með súrefnisgrímur eftir leikinn milli Bolívíu og Brasilíu sem endaði með 0-0 jafntefli.Você nos #BastidoresdaSeleção! Recuperação já começou para os jogadores na Bolívia. A galera deu o gás mesmo na altitude! pic.twitter.com/APUuVaCtYz — CBF Futebol (@CBF_Futebol) October 5, 2017La Paz í Bólívíu er í 3637 metra hæð. Fyrir árið 2008 mátti ekki spila í meiri hæð en 2500 metrum en reglunum var breytt. Á myndinni hér fyrir ofan sitja Alex Sandro (Juventus), João Miranda (Inter), Marquinhos (PSG), Gabriel Jesus (Man. City), Neymar (PSG) og Dani Alves (PSG). „Það er ómanneskjulegt að spila við þessar aðstæður, í svona hæð og með þennan bolta. Allt var slæmt. Við erum samt ánægðir með frammistöðuna í þessum aðstæðum,“ skrifaði Neymar inn á Instagram-reikningnum eins og sést hér fyrir neðan. Það er ekki að frétta annað en að súrefnisgjöfin eftir leik hafi verið nóg og enginn í brasilíska liðinu hafi hlotið skaða af því að spila í 90 mínútur í 3637 metra hæð. Desumano jogar nessas condições, campo, altitude, bola .. tudo ruim Mas saímos felizes pelo desempenho da equipe mesmo com essas condições! A post shared by Nj neymarjr (@neymarjr) on Oct 5, 2017 at 5:27pm PDT Brasilíska landsliðið er með 38 stig og tíu stiga forskot á toppi Suður-Ameríku riðilsins en liðið er með markatöluna 38-11 og hefur ekki tapað nema einum leik af 17. Þetta var fimmta jafntefli Brasilíumanna í undankeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira