Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 10:47 Fjármál Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, eru undir kastljósi fjölmiðla nú í aðdraganda þingkosninga. Vísir/Ernir Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar. Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. Umfjöllun blaðsins er unnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media en Stundin greindi frá því í morgun að Bjarni hefði selt alls um 50 milljónir króna úr Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett. Jon Henley, blaðamaður Guardian, hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin og í samtali við blaðið neitar Bjarni því að hafa gert nokkuð rangt.Veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra Hins vegar geti þessi afhjúpun verið vandræðaleg fyrir Bjarna þar sem þingkosningar eru framundan en ríkisstjórnin féll í kjölfar þess að greint var frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Henley segir að skjölin gefi til kynna að Bjarni hafi notið ákveðinna forréttinda sem viðskiptavinur Glitnis. Það veki upp spurningar um hugsanlega hagsmunaárekstra þar sem Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags-og viðskiptanefnd þingsins. Þá var hann jafnframt stór viðskiptavinur hjá Glitni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Bjarna að því í Víglínunni í fyrra hvort að hann hefði sjálfur selt eignir úr Sjóði 9 skömmu fyrir hrun. Bjarni svaraði því til að hann hefði ekki selt neitt sem skipti einhverju máli. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli“ Í samtali við Guardian sagði Bjarni að hann hefði selt flestar eignir sínar í Sjóði 9 en nefndi engar tölur. Hann sagði að allt í tengslum við hrunið hefði verið rannsakað og skoðað endurtekið og aldrei hefði neitt fundist varðandi það að hann hefði brotið einhver lög. „Markaðir og traust á mörkuðum var í frjálsu falli. Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma,“ segir Bjarni í samtali við Guardian. Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Glitni og vinur Bjarna, sendi tölvupóst þann 6. október 2008 á aðstoðarmann Lárusar Welding, bankastjóra Glitnis. Í honum stóð: „Bjarni ben segir að … fme séu á skrilljón að vinna í þessu núna … einhver að tala við Jónas?“ Umræddur Jónas er Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. Aðspurður um þetta sagði Bjarni við Guardian að hann hefði getað hafa hringt í Einar þennan dag en að hann myndi ekki eftir því. „Hvað sem öðru líður þá hafði ég ekki hugmynd um hvað var í gangi hjá FME og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum á þessum tíma,“ segir Bjarni.Umfjöllun Guardian má sjá í heild sinni hér.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem dagsetningar voru rangar í upphaflegri útgáfu hennar.
Tengdar fréttir Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Skilanefnd Glitnis listaði upp úttektir úr Sjóði 9 rétt fyrir hrun sem mögulega ætti að rifta. Viðskipti sem þetta átti við um námu 3,1 milljarði samanteknar. Úttektir Guðbjargar Matthíasdóttur er þriðjungur þeirra upphæðar. 9. desember 2016 07:00
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02