Ræddu riftanir á úttektum auðmanna Svavar Hávarðsson skrifar 9. desember 2016 07:00 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta Glitni er söguleg og markaði upphaf mestu umbrotatíma síðari tíma á Íslandi. Davíð Oddsson, ásamt Lárusi Welding bankastjóra Glitnis, greindi frá ákvörðuninni. Vísir/GVA Skilanefnd Glitnis hafði sérstaklega til skoðunar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, með það að augnamiði að rifta viðskiptunum. Ástæðan var tímasetningar viðskiptanna stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. september og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008. Þetta kemur fram í gögnum skilanefndarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Skjalið sem um ræðir er ekki dagsett, en bakgrunnsupplýsingar benda til að það hafi verið unnið í mars árið 2010. Umrætt skjal var tekið saman til að meta hvað af innlausnum þessara daga væri hæft til riftunar. Stærstu viðskiptin sem voru til skoðunar hjá skilanefndinni voru úttektir félaga í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, athafnakonu og stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, eða eignarhaldsfélaga hennar Kristins og Fram, og námu rúmum milljarði króna. Einnig persónuleg úttekt Guðbjargar að upphæð 75 milljónir króna til viðbótar, en eins og þekkt er var Guðbjörg stór hluthafi í Glitni á sínum tíma. Er það sérstaklega nefnt í skjali skilanefndarinnar að „einnig urðu talsverð blaðaskrif um sölu hennar á hlutabréfum í Glitni rétt fyrir fall bankans“, og er þar vísað til þess að Guðbjörg seldi bréf sín þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans – viðskipti sem voru síðar umdeild. Viðskipti athafnamannsins Benedikts Sveinssonar þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans eru á listanum. Þá voru 500 milljónir króna teknar út og í skýringum við færsluna segir „Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“. Önnur úttekt er á listanum frá 1. október að fjárhæð 100 milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“. Benedikt er bróðir Einars Sveinssonar, fyrrv. stjórnarformanns Glitnis hf. Efni skjalsins tengdist einnig ákvarðanatöku innan skilanefndarinnar um hvaða aðferðum ætti að beita við val á þeim viðskiptum sem mögulega ætti að rifta. Þar komu nokkrar aðferðir til greina, og segir: „Val eftir nöfnum ákveðinna aðila kemur einnig til greina. Þá kemur einnig til greina að velja þá út sem eru í þjónustu ákveðins þjónustufulltrúa,“ en um hvern ræðir er ekki tiltekið. Þessu fylgir fyrrnefndur listi undir fyrirsögninni: Aðilar sem skoðaðir hafa verið m.t.t. innlausna rétt fyrir fall Glitnis hf. í byrjun október 2008. Ásamt viðskiptum Guðbjargar og hennar félaga og Benedikts er nefnd stór úttekt systkinanna Helgu Guðrúnar Johnson og Ólafs Ó. Johnson í nafni félags síns Johnson ehf. Einnig úttekt byggingaverktakans Sigurðar Sigurgeirssonar, í hans nafni, sem nemur 502 milljónum króna, en DV reiknaði út, og hafði greiddan auðlegðarskatt sem viðmið, stuttu eftir að skjal slitanefndarinnar var skrifað að hann væri auðugasti maður Íslands á þeim tímapunkti. Alls nema þær úttektir úr Sjóði 9 sem listaðar voru upp af skilanefndinni, og hugsanlega var talið réttlætanlegt að rifta, 3,1 milljarði króna samanteknar. Sjóður 9 var mjög umtalaður eftir hrun fyrir margra hluta sakir. Tap sjóðfélaga var verulegt, en þegar Sjóður 9 var gerður upp í lok október 2008 höfðu þeir tapað fimmtungi eignar sinnar í sjóðnum stuttu áður en bankinn var þjóðnýttur. Stjórnarseta Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, í peningamarkaðssjóðum Glitnis, og Sjóðs 9 þar á meðal, varð til þess að hann vék af þingi í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Illugi sagði síðar í pistli að stjórnarseta hans hefði skaðað hann pólitískt. Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrverandi formaður slitastjórnar [skilanefndar] Glitnis, vísaði fyrirspurn Fréttablaðsins um málið frá sér, og spurningum um hver niðurstaða þessarar athugunar skilanefndarinnar var og hvort einhverjum viðskiptum var rift. Eins hvort einhverjum málum var vísað áfram til Fjármálaeftirlitsins eða annarra rannsóknaraðila.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Skilanefnd Glitnis hafði sérstaklega til skoðunar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, með það að augnamiði að rifta viðskiptunum. Ástæðan var tímasetningar viðskiptanna stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. september og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008. Þetta kemur fram í gögnum skilanefndarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Skjalið sem um ræðir er ekki dagsett, en bakgrunnsupplýsingar benda til að það hafi verið unnið í mars árið 2010. Umrætt skjal var tekið saman til að meta hvað af innlausnum þessara daga væri hæft til riftunar. Stærstu viðskiptin sem voru til skoðunar hjá skilanefndinni voru úttektir félaga í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, athafnakonu og stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, eða eignarhaldsfélaga hennar Kristins og Fram, og námu rúmum milljarði króna. Einnig persónuleg úttekt Guðbjargar að upphæð 75 milljónir króna til viðbótar, en eins og þekkt er var Guðbjörg stór hluthafi í Glitni á sínum tíma. Er það sérstaklega nefnt í skjali skilanefndarinnar að „einnig urðu talsverð blaðaskrif um sölu hennar á hlutabréfum í Glitni rétt fyrir fall bankans“, og er þar vísað til þess að Guðbjörg seldi bréf sín þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans – viðskipti sem voru síðar umdeild. Viðskipti athafnamannsins Benedikts Sveinssonar þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans eru á listanum. Þá voru 500 milljónir króna teknar út og í skýringum við færsluna segir „Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“. Önnur úttekt er á listanum frá 1. október að fjárhæð 100 milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“. Benedikt er bróðir Einars Sveinssonar, fyrrv. stjórnarformanns Glitnis hf. Efni skjalsins tengdist einnig ákvarðanatöku innan skilanefndarinnar um hvaða aðferðum ætti að beita við val á þeim viðskiptum sem mögulega ætti að rifta. Þar komu nokkrar aðferðir til greina, og segir: „Val eftir nöfnum ákveðinna aðila kemur einnig til greina. Þá kemur einnig til greina að velja þá út sem eru í þjónustu ákveðins þjónustufulltrúa,“ en um hvern ræðir er ekki tiltekið. Þessu fylgir fyrrnefndur listi undir fyrirsögninni: Aðilar sem skoðaðir hafa verið m.t.t. innlausna rétt fyrir fall Glitnis hf. í byrjun október 2008. Ásamt viðskiptum Guðbjargar og hennar félaga og Benedikts er nefnd stór úttekt systkinanna Helgu Guðrúnar Johnson og Ólafs Ó. Johnson í nafni félags síns Johnson ehf. Einnig úttekt byggingaverktakans Sigurðar Sigurgeirssonar, í hans nafni, sem nemur 502 milljónum króna, en DV reiknaði út, og hafði greiddan auðlegðarskatt sem viðmið, stuttu eftir að skjal slitanefndarinnar var skrifað að hann væri auðugasti maður Íslands á þeim tímapunkti. Alls nema þær úttektir úr Sjóði 9 sem listaðar voru upp af skilanefndinni, og hugsanlega var talið réttlætanlegt að rifta, 3,1 milljarði króna samanteknar. Sjóður 9 var mjög umtalaður eftir hrun fyrir margra hluta sakir. Tap sjóðfélaga var verulegt, en þegar Sjóður 9 var gerður upp í lok október 2008 höfðu þeir tapað fimmtungi eignar sinnar í sjóðnum stuttu áður en bankinn var þjóðnýttur. Stjórnarseta Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, í peningamarkaðssjóðum Glitnis, og Sjóðs 9 þar á meðal, varð til þess að hann vék af þingi í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Illugi sagði síðar í pistli að stjórnarseta hans hefði skaðað hann pólitískt. Steinunn Guðbjartsdóttir, fyrrverandi formaður slitastjórnar [skilanefndar] Glitnis, vísaði fyrirspurn Fréttablaðsins um málið frá sér, og spurningum um hver niðurstaða þessarar athugunar skilanefndarinnar var og hvort einhverjum viðskiptum var rift. Eins hvort einhverjum málum var vísað áfram til Fjármálaeftirlitsins eða annarra rannsóknaraðila.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira