Hannes: Æðisleg tilfinning þegar þögn sló á Tyrki Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 21:48 „Þetta er einn af þessum stóru, það er ekki spurning,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eftir sigur karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. Ísland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk gegn engu á heimavelli Tyrkja og kom sér þannig á topp I-riðils eftir að Finnar náðu jafntefli á heimavelli Króata í kvöld. „Ég er ekki búinn að hugsa þetta alveg svo langt hvar maður raðar þessu en engin spurning þetta kvöld er eitt af skemmtilegustu kvöldum sem maður hefur upplifað. Alveg ólýsanlegt og alveg klárlega einn af stærstu sigrum landsliðsins,“ sagði Hannes. Spurður hvernig upplifunin var þegar þögn sló á tyrknesku áhorfendurna þegar íslenska liðið raðaði inn mörkum svaraði Hannes því að tilfinningin hefði verið æðisleg. „Maður fann að þessi leikur var að spilast nákvæmlega eins og við höfðum óskað okkur að hann myndi spilast þegar við náðum að loka á þá, náðum að refsa þeim vissum við að þeir myndu panikka og stemningin myndi snúast gegn þeim. Það gekk allt fullkomlega upp og þegar maður fann að við værum með þetta var það mjög góð tilfinning,“ sagði Hannes. Hann sagði Tyrki ekki hafa ógnað marki Ísland að ráði. „Þetta voru einhverjar máttlausar tilraunir og við lokuðum á allt sem þeir reyndu og gerðum það frábærlega. Þetta hefur verið einkenni okkar síðustu ár og allir okkar bestu leikir hafa litið nákvæmlega svona út þar sem við spilum á móti stærri þjóðum og við náum að vera þéttir og gefa fá færi á okkur og pirra þá. Við vitum að Tyrkir henta okkur ágætlega og þetta gekk í dag. Við vorum þéttir og gáfum fá færi á okkur og erum með gæði fram á við þegar tækifæri gefst.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Sjá meira
„Þetta er einn af þessum stóru, það er ekki spurning,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson eftir sigur karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. Ísland gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk gegn engu á heimavelli Tyrkja og kom sér þannig á topp I-riðils eftir að Finnar náðu jafntefli á heimavelli Króata í kvöld. „Ég er ekki búinn að hugsa þetta alveg svo langt hvar maður raðar þessu en engin spurning þetta kvöld er eitt af skemmtilegustu kvöldum sem maður hefur upplifað. Alveg ólýsanlegt og alveg klárlega einn af stærstu sigrum landsliðsins,“ sagði Hannes. Spurður hvernig upplifunin var þegar þögn sló á tyrknesku áhorfendurna þegar íslenska liðið raðaði inn mörkum svaraði Hannes því að tilfinningin hefði verið æðisleg. „Maður fann að þessi leikur var að spilast nákvæmlega eins og við höfðum óskað okkur að hann myndi spilast þegar við náðum að loka á þá, náðum að refsa þeim vissum við að þeir myndu panikka og stemningin myndi snúast gegn þeim. Það gekk allt fullkomlega upp og þegar maður fann að við værum með þetta var það mjög góð tilfinning,“ sagði Hannes. Hann sagði Tyrki ekki hafa ógnað marki Ísland að ráði. „Þetta voru einhverjar máttlausar tilraunir og við lokuðum á allt sem þeir reyndu og gerðum það frábærlega. Þetta hefur verið einkenni okkar síðustu ár og allir okkar bestu leikir hafa litið nákvæmlega svona út þar sem við spilum á móti stærri þjóðum og við náum að vera þéttir og gefa fá færi á okkur og pirra þá. Við vitum að Tyrkir henta okkur ágætlega og þetta gekk í dag. Við vorum þéttir og gáfum fá færi á okkur og erum með gæði fram á við þegar tækifæri gefst.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Blóðgaði dómara Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Sjá meira