Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. september 2017 07:00 Það er margfalt ódýrara að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. vísir/eyþór Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira