Foreldrar ungra barna leita í ódýrara melatónín í neyð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. september 2017 07:00 Það er margfalt ódýrara að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. vísir/eyþór Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Það er sjálfsbjargarviðleitni foreldra barna, sem eru að nota melatónín samkvæmt ávísun læknis en fá ekki niðurgreiðslu á Circadini, að útvega sér það með öðrum leiðum. Margir hafa ekki efni á að greiða allt að 80-100 þúsund krónur á ári fyrir lyfin, segir lyfsali. Margfalt ódýrara sé að flytja melatónín inn ólöglega frá Bandaríkjunum. Hér á landi getur 30 daga skammtur af lyfinu Circadin (melatónín) kostað allt að 8.600 krónum. Ströng skilyrði eru fyrir greiðsluþátttöku í Circadini og þarf fyrsta umsókn að koma frá sérfræðingi í barnalækningum, barnageðlækningum eða barnataugalækningum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sprenging hefði orðið í bæði ávísun lækna á melatónín og haldlagðar póstsendingar lyfsins hjá tollgæslu. Melatónín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð en það er meðal annars notað fyrir börn sem fá lyf við ADHD og eiga erfitt með svefn af þeim sökum. Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis og prófessor í lyfjafræði, sagði í Fréttablaðinu í gær að mikil notkun á melatóníni gæfi vísbendingar um að í einhverjum tilfellum væri verið slá á aukaverkanir örvandi lyfja við ADHD eða að verið væri að gefa lyfið á röngum tímum sólarhrings. Ólafur Adolfsson lyfsali bendir þó á að Embætti landlæknis geti ekki fríað sig ábyrgð á aukinni notkun melatóníns hjá börnum. Ástæðan sé meðal annars sú að embættið hafi beint þeim tilmælum til allra lækna að ávísa frekar langverkandi ofvirknilyfjum, með allt að 12 tíma verkun, fyrir börn með ADHD sem leiði óhjákvæmilega til aukinnar tíðni svefntruflana með tilheyrandi aukningu á notkun melatóníns. Skammvirkari lyf séu til og ætti frekar að nota á börn ef svefntruflanir tengjast lyfjagjöf. „Hér ræður því miður sú stefna að leggja meiri áherslu á misnotendur lyfja en að tryggja sjúklingum aðgengi að bestu lyfjameðferð,“ segir Ólafur. En líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er melatónín flokkað sem fæðubótarefni í Bandaríkjunum en lyf hér á landi og í Evrópu sem bannað er að flytja inn. Og þó læknar ávísi melatóníni til barna þá sé það í raun ekki hugsað fyrir fólk yngra en 55 ára. Magnús Jóhannsson hjá Embætti landlæknis varaði sömuleiðis fólk við að panta sér melatónín sem fæðubótarefni að utan, enda sé fæðubótarefnismarkaðurinn þar eftirlitslítill. Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) er til dæmis aðeins haft með í ráðum ef fæðubótarefni inniheldur nýtt efni. Fólk getur því aldrei vitað með vissu að það sé að fá það sem það pantaði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent