Engin þreytumerki á Ronaldo | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 20:45 Ronaldo skoraði tvö í Ríga. vísir/getty Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30
Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17
Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45