Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Kolbeinn Tumi Daðason í Hollandi skrifar 16. júlí 2017 16:00 Jim Carrey og Lauren Holly í atriðinu óborganlega. Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017 EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira