Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 21:38 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, ræddi nýja eigendur í Arion banka í Kastljósi í kvöld. Vísir/GVA/ERNIR „Ég geri allt sem í mínu valdi stendur að það verði ekki gert,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Kastljósi í kvöld þegar hún var spurð hvað hún ætli að gera til að koma í veg fyrir að nýir eigendur Arion banka geti reist sömu spilaborgina og var gert fyrir fall bankanna árið 2008. Í Kastljósi var Unnur spurð hvort það gæti ekki talist eðlileg krafa að Íslendingar fái að vita hverjir það eru sem kaupa í bönkum hér á landi. Hún sagði svarið vera „já“ í því tilviki því hér á landi sé beinlínis lagaskylda að upplýsa það. Kaupendahópurinn samanstendur af Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, Taconic Capital sem eignast 9,99 prósent, Attestor Capital sem sömuleiðis eignast 9,99 prósent og svo Och-Ziff Capital sem sem keypti 6,6 prósenta hlut.Hafa gefið til kynna að þeir vilja kaupa meira Unnur upplýsti í kvöld að tveir eða þrír af þessum nýju eigendum hefðu gefið til kynna að þeir hafi í huga að kaupa meira, og þá mun Fjármálaeftirlitið leggja mat á þá sem virka eigendur, en virkir eigendur eru þeir sem eiga 10 prósent eða meira í bankanum.Fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að félögin sem halda utan um hluti Taconic Capital og Och-Ziff í Arion banka séu skráð til heimilis á Cayman-eyjum og því gæti reynst erfitt að rekja slóð þeirra. Unnur sagði að þegar Fjármálaeftirlitið skoðar hæfi virkra eigenda þá séu atriði til skoðunar líkt og orðspor eigenda, fjárhagsleg staða og fleira.Orðspor Och-Ziff laskað og lánshæfiseinkunn í ruslflokkiÍ september síðastliðnum greindi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frá því að Och Ziff hefði gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, vegna mútumáls. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Och-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.Greint var frá því á Vísi í dag að matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefði lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk degi eftir að félag á vegum Och-Ziff keypti hlutinn í Arion. Framtíðarhorfur félagsins eru sagðar neikvæðar, reksturinn fari versnandi og að ólíklegt þyki að félagið geti staðið undir fjárfestingum sínum. Unnur sagði að orðspor fyrirtækjanna yrði kannað og að sannreyna þyrfti upplýsingar sem hefðu komið fram undanfarna daga.Búið að herða reglur Spurð hvort að búið væri að girða fyrir að almenningur endi með gjaldþrota banka í fanginu líkt og árið 2008 svaraði Unnur að svo væri tryggt með Evrópulöggjöf sem væri búið að herða. Ábyrgð eigenda sé miklu meiri í dag og að löggjöfin miði að því að bankar lendi ekki á innistæðueigendum eða skattborgurum. Hún tók þó fram að ekki væri búið að innleiða löggjöfina hér á landi en það væri í undirbúningi. Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
„Ég geri allt sem í mínu valdi stendur að það verði ekki gert,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Kastljósi í kvöld þegar hún var spurð hvað hún ætli að gera til að koma í veg fyrir að nýir eigendur Arion banka geti reist sömu spilaborgina og var gert fyrir fall bankanna árið 2008. Í Kastljósi var Unnur spurð hvort það gæti ekki talist eðlileg krafa að Íslendingar fái að vita hverjir það eru sem kaupa í bönkum hér á landi. Hún sagði svarið vera „já“ í því tilviki því hér á landi sé beinlínis lagaskylda að upplýsa það. Kaupendahópurinn samanstendur af Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, Taconic Capital sem eignast 9,99 prósent, Attestor Capital sem sömuleiðis eignast 9,99 prósent og svo Och-Ziff Capital sem sem keypti 6,6 prósenta hlut.Hafa gefið til kynna að þeir vilja kaupa meira Unnur upplýsti í kvöld að tveir eða þrír af þessum nýju eigendum hefðu gefið til kynna að þeir hafi í huga að kaupa meira, og þá mun Fjármálaeftirlitið leggja mat á þá sem virka eigendur, en virkir eigendur eru þeir sem eiga 10 prósent eða meira í bankanum.Fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að félögin sem halda utan um hluti Taconic Capital og Och-Ziff í Arion banka séu skráð til heimilis á Cayman-eyjum og því gæti reynst erfitt að rekja slóð þeirra. Unnur sagði að þegar Fjármálaeftirlitið skoðar hæfi virkra eigenda þá séu atriði til skoðunar líkt og orðspor eigenda, fjárhagsleg staða og fleira.Orðspor Och-Ziff laskað og lánshæfiseinkunn í ruslflokkiÍ september síðastliðnum greindi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frá því að Och Ziff hefði gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, vegna mútumáls. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Och-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.Greint var frá því á Vísi í dag að matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefði lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk degi eftir að félag á vegum Och-Ziff keypti hlutinn í Arion. Framtíðarhorfur félagsins eru sagðar neikvæðar, reksturinn fari versnandi og að ólíklegt þyki að félagið geti staðið undir fjárfestingum sínum. Unnur sagði að orðspor fyrirtækjanna yrði kannað og að sannreyna þyrfti upplýsingar sem hefðu komið fram undanfarna daga.Búið að herða reglur Spurð hvort að búið væri að girða fyrir að almenningur endi með gjaldþrota banka í fanginu líkt og árið 2008 svaraði Unnur að svo væri tryggt með Evrópulöggjöf sem væri búið að herða. Ábyrgð eigenda sé miklu meiri í dag og að löggjöfin miði að því að bankar lendi ekki á innistæðueigendum eða skattborgurum. Hún tók þó fram að ekki væri búið að innleiða löggjöfina hér á landi en það væri í undirbúningi.
Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Sjá meira
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00
Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10