Geirmundur dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2017 16:48 Geirmundur Kristinsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík. Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára. Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára.
Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27