Stóriðja eigi ekki heima inni í friðlandi Svavar Hávarðsson skrifar 7. apríl 2017 06:00 Ósnortin náttúran eru þau verðmæti sem menn telja nauðsynlegt að vernda, ekki síst vegna ferðaþjónustu. vísir/stefán „Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
„Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira