Stóriðja eigi ekki heima inni í friðlandi Svavar Hávarðsson skrifar 7. apríl 2017 06:00 Ósnortin náttúran eru þau verðmæti sem menn telja nauðsynlegt að vernda, ekki síst vegna ferðaþjónustu. vísir/stefán „Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira