Stóriðja eigi ekki heima inni í friðlandi Svavar Hávarðsson skrifar 7. apríl 2017 06:00 Ósnortin náttúran eru þau verðmæti sem menn telja nauðsynlegt að vernda, ekki síst vegna ferðaþjónustu. vísir/stefán „Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Sjá meira
„Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Innlent Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Innlent Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? Innlent „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Innlent Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Innlent Sneri aftur á vettvang banatilræðisins Erlent Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Innlent Fagna löngu tímabærri breytingu Innlent Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Innlent Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Innlent Fleiri fréttir Íslensk flugáhöfn horfði á ljónaárás rétt við hótelið Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Af hverju er barnið mitt alltaf að segja Skibidi toilet? „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa“ Fagna löngu tímabærri breytingu Átök í miðausturlöndum, ný forysta VG og mállýska unga fólksins Mótmælendur hindruðu för lögreglubíls í forgangsakstri Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Málningu kastað og ryskingar við sendiráðið Fannst hann þvingaður til að afsala sér hundinum Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með tuttugu prósenta fylgi Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Tveir reyndust í skotti bíls Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Munu ekki láta af herferð vegna launaþjófnaðarins Orlof húsmæðra: Barn síns tíma eða liður í jafnrétti? Ákveðinn hópur hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Loksins mega hommar gefa blóð Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Sjá meira