Svona er gjaldtakan á landinu Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Gjaldtaka hófst á föstudag við bílastæðin við Seljalandsfoss. Mynd/Jóhannes K. Kristjánsson Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Gjaldtaka hófst við bílastæði Seljalandsfoss á föstudag og hefur gengið vel að sögn Kristjáns Ólafssonar, bónda og formanns landeigendafélagsins við Seljalandsfoss. Kristján segir að verið sé að innheimta gjald til að byggja upp svæðið og varna frekari skemmdum. Hann segist ekki vita hversu margir gestir borguðu gjald á þessum tíma, en árlega koma 600 til 800 þúsund gestir að Seljalandsfossi. „Það var ekkert annað í boði. Við höfum sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða síðustu tvö ár og fengum neitun í bæði skiptin til að gera bílastæði og koma upp salernisaðstöðu. Rangárþing eystra hefur séð um að reka þetta svæði algjörlega og það er ekki réttlætanlegt að svona fámennt sveitarfélag standi undir svona miklum útgjöldum,“ segir Kristján.Seljalandsfoss er sá síðasti í röð ferðamannastaða þar sem nú er rukkað annaðhvort fyrir inngöngu, bílastæði eða salernisaðstöðu. Meðal annarra staða þar sem það er gert eru Kerið, Þingvellir og Helgafell á Snæfellsnesi. Fyrir nokkrum árum hófst gjaldtaka við nokkra hella. Nú síðast hófst slík gjaldtaka í Raufarhólshelli þar sem kostar tæpar 5.000 krónur inn í sumar en hækkar í haust í 6.500 krónur. Gjöldin hafa skilað milljónum í kassann. En á Þingvöllum skiluðu bílastæðagjöld um 70 milljónum króna á hálfsárstímabili í fyrra. Þar er rukkað um fimm hundruð krónur á hvern fólksbíl, en 3.000 fyrir rútur. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Hún verður hafin í Skaftafelli og við Dettifoss. Síðsumars hefst gjaldtaka þjónustugjalds í Skaftafelli sem mun nema 600 krónum fyrir fólksbifreið í sólarhring. Gjaldið verður hærra fyrir rútur. Fleiri staðir hafa skoðað að gera það en ekki fengið leyfi eða verið bannað að rukka inn eftir að gjaldtaka hófst, til að mynda Leirhnjúkur í Mývatnssveit, Geysir og Hraunfossar. Annars staðar er gjaldtaka til athugunar, til dæmis á bílastæðum hjá Sólheimajökli. Málið er í vinnslu og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær af henni verður. Einnig er unnið að gjaldtöku vegna bílastæða við Jökulsárlón. Svo virðist sem mest sé um gjaldtöku þessa stundina á Suðurlandi, en einnig eru nokkur svæði á Vesturlandi. Lítið sem ekkert er um gjaldtökur á Austurlandi eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Hundrað krónu klósettgjald er við Egilsstaðastofu, en ekki virðist vera gjaldtaka við náttúruperlur á svæðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira