„Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:00 Frá opnunarathöfn mótsins í morgun. vísir/vilhelm Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst. Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira
Skátamótið World Scout Moot var sett í Laugardalshöll í morgun en þar komu saman ríflega 5000 skátar frá 96 löndum. Skátamótið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára og er það 15. í röðinni. „Þið tilheyrið alheimsfjölskyldu sem telur ríflega 40 milljón fjölskyldumeðlimi. Stúlkur og drengir, konur og menn á öllum aldri af ólíkum kynþáttum sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð, hafa ólíka menntun og félagslega stöðu. Við erum ólík en við höfum sameiginleg gildi; tryggð, virðingu, vináttu, umhyggju fyrir öðrum og hjálpsemi svo nokkur slík séu nefnd“, sagði Joao Consalves, formaður alheimsstjórnar skátahreyfingarinnar, í ávarpi sínu við opnunarathöfnina í morgun að því er fram kemur í tilkynningu. Skátamótið er eitt stærsta einstaka verkefni skátahreyfingarinnar hér á landi í 100 ára sögu hennar og þá stefnir jafnframt í stærsta heimsmót eldri skáta sem haldið hefur verið frá því að fyrsta mótið fór fram árið 1931. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, á mismunandi stöðum um heiminn hverju sinni. Eftir opnunarathöfnina í morgun héldu skátarnir á ellefu miðstöðvar víðs vegar um landið. Miðstöðvarnar eru í Reykjavík, Hafnarfirði, Skaftafelli, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Hólaskjóli, og á Akureyri, Þingvöllum, Heimalandi, Selfossi og Akranesi. Flestir skátanna koma frá Bretlandi en þeir eru alls um 650 manns. Þá mæta 450 Ástralir, 360 Svisslendingar og 300 Brasilíumenn til leiks, 85 skátar frá Hong Kong og þá koma 15 frá Suður-Afríku. Mótið stendur til 2. ágúst.
Tengdar fréttir Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00 Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01 Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira
Litlu mátti muna að ung stúlka í hjólastól yrði strandaglópur á Keflavíkurflugvelli Ung stúlka í hjólastól kom til landsins í nótt en átti í erfiðleikum með að koma sér frá flugvellinum og til Reykjavíkur. 21. júlí 2017 17:00
Búist við að strætisvagnar verði þétt setnir um helgina Búast má við að strætisvagnar borgarinnar verði þétt setnir næstu daga þar sem mörg þúsund skátar eru komnir hingað til lands til þess að taka þátt í alþjóðlega skátamótinu. Mótið verður sett á morgun, eftir þriggja ára undirbúning. 24. júlí 2017 13:01
Erlendir skátar koma með tvo og hálfan milljarð til landsins Eitt stærsta skátamót heims verður haldið hér á landi eftir mánuð og stendur undirbúningur nú sem hæst. Um 4.000 skátar frá 106 löndum koma hingað til lands ásamt 650 erlendum sjálfboðaliðum. 3. júlí 2017 06:00