Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 14:22 Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í dag. umhverfis-og auðlindaráðuneytið Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og svæða sem liggja að lóninu en með friðlýsingunni er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Í tilkynningu frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að með þessu nái þjóðgarðurinn nú frá hæsta tindi landsins og niður að fjöru en breytingin felur það líka í sér að hluti þjóðvegar 1 liggur nú í gegnum þjóðgarð í fyrsta sinn. Friðlýsingin nær til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í janúar síðastliðnum. Dómsmál er þó í gangi vegna kaupanna þar sem Fögrusalir ehf. töldu sig hafa keypt jörðina fyrr í vetur. Ríkið hafði þó forkaupsrétt á jörðinni og gat gengið inn í kauptilboð Fögrusala, sem það og gerði. Um það er hins vegar deilt hvort að kaup ríkisins hafi verið lögmæt þar sem eigendur Fögrusala telja að ríkið hafi nýtt sér kaupréttinn of seint. Lögmaður þeirra, Hróbjartur Jónatansson, sagði í samtali við Bylgjuna í dag ekki sjá hvað kalli á það að friðlýsa lónið „með einhverjum látum,“ nema þá að ríkið væri að reyna að hafa áhrif á dómsmálið.Kortið sýnir stækkun þjóðgarðsins nú.umhverfis-og auðlindaráðuneytiðJörðin Fell nær að hluta yfir Jökulsárlón og á landamerki að þjóðlendum vestan vegna lónsins og norðaustur af Felli. „Með friðlýsingunni nú eru þessi svæði felld inn í Vatnajökulsþjóðgarð, alls um 189 ferkílómetrar. Er Vatnajökulsþjóðgarður þar með 14.141 ferkílómetrar að flatarmáli. Sérstaða landsvæðisins er mjög mikil. Það er mótað af framgangi og hopun jökla og einkennist af sérstæðum jökulöldum. Ein helsta náttúruperla svæðisins er Jökulsárlón sem er stærsta og þekktasta jaðarlón á landinu. Með friðlýsingunni nær Vatnajökulsþjóðgarður nú einnig yfir stóran hluta Breiðamerkursands og meginhluta Fjallsárlóns. Á öllu þessu svæði er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta. Með því að fella svæðið inn í Vatnajökulsþjóðgarð er verndun og stjórnun þess betur samræmd, m.a. hvað varðar umgengni og öryggi ferðamanna. Svæðið er hluti rekstrareiningar suðursvæðis þjóðgarðsins og svæðisráð sem er undir formennsku sveitarfélagsins Hornafjarðar. Framundan eru krefjandi verkefni við uppbyggingu innviða og landvörslu á svæðinu. Þá styrkir friðlýsingin vinnu við tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs sem náttúruminja á heimsminjaskrá UNESCO sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Friðlýsa Jökulsárlón Ein helsta náttúruperla landsins, Jökulsárlón, verður friðlýst á morgun. 24. júlí 2017 16:35